Sport

Stipe Miocic kláraði Junior dos Santos í 1. lotu

Pétur Marinó Jónsson skrifar
Stipe Miocic klárar Junior dos Santos með höggum.
Stipe Miocic klárar Junior dos Santos með höggum. Vísir/Getty
UFC 211 fór fram í nótt í Dallas í Texas. Tveir titilbardagar voru á dagskrá og tókst báðum meisturunum að verja sína titla.

Þungavigtarmeistarinn Stipe Miocic sigraði Junior dos Santos með tæknilegu rothöggi í 1. lotu í endurati þeirra í nótt. Junior dos Santos vann fyrri bardaga þeirra árið 2014 og tókst Miocic því að hefna fyrir tapið.

Miocic hefur þar með varið beltið tvisvar sinnum og jafnað metið yfir flestar titilvarnir í þungavigtinni í UFC. Þetta var jafnframt fimmti sigur hans í röð með rothöggi og verður áhugavert að sjá hvort að Miocic slái metið í sinni næstu titilvörn.

Joanna Jedrzejczyk sigraði Jessicu Andrade eftir dómaraákvörðun í titilbardaganum í strávigt kvenna. Andrade byrjaði bardagann ágætlega en svo tók Jedrzejczyk yfir. Jedrzejczyk sigraði allar fimm loturnar og náði að lenda 230 höggum á Andrade. Þetta var hennar fimmta titilvörn og er erfitt að sjá einhvern ógna henni.

Demian Maia tryggði sér loksins titilbardagann í veltivigtinni með sigri á Jorge Masvidal. Bardaginn var æsispennandi og frábær skemmtun en Maia vann eftir klofna dómaraákvörðun. Þetta var sjöundi sigur Maia í röð og mun hann loksins fá tækifæri á veltivigtarbeltinu gegn Tyron Woodley á næstunni.

Bardagakvöldið var nokkuð skemmtilegt og þá sérstaklega upphitunarbardagar kvöldsins en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.

MMA

Tengdar fréttir

Fær Maia loksins titilbardagann?

UFC 211 fer fram í nótt í Dallas í Texas. Heiðursmaðurinn Demian Maia mætir þá Jorge Masvidal og gæti hann loksins fengið titilbardaga með sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×