Erlent

Gætu hindrað ráðningu yfirmanns FBI

Sæunn Gísladóttir skrifar
Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í Öldungadeild Bandaríkjaþings.
Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í Öldungadeild Bandaríkjaþings. vísir/getty
Leiðtogi demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, Chuck Schumer, segir að Demókratar íhugi að neita því að kjósa nýjan yfirmann FBI, alríkislögreglu Bandaríkjanna, fyrr en sérstakur saksóknari er skipaður til að skoða tengsl Trumps forseta við Rússland.

Samkvæmt frásögn Reuters liggur ekki fyrir ákvörðun um hvað Demókratar gera, en verið er að skoða þetta ráð til að knýja á um rannsókn á áhrifum Rússa á bandarísku forsetakosningarnar í haust.

Það vakti hörð viðbrögð í síðustu viku þegar Trump rak James Comey, yfirmann FBI. Stofnunin hefur verið að rannsaka meint afskipti Rússa af forsetakosningunum og mögulega tengingu milli stjórnvalda í Moskvu og framboðs Trump.


Tengdar fréttir

Snörp skoðanaskipti um James Comey

Fyrrverandi yfirmaður alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum hefur verið umdeildur um nokkurra mánaða skeið. Báðir flokkar hafa hampað honum og hatað. Ákvörðun Bandaríkjaforseta um að reka hann í vikunni hefur þó valdið miklu fjaðrafoki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×