Körfubolti

Curry gladdi sorgmædda foreldra

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Curry með skóna sem Kimberly lék í. Hann áritaði þá og þeir verða geymdir á góðum stað.
Curry með skóna sem Kimberly lék í. Hann áritaði þá og þeir verða geymdir á góðum stað.

Sextán ára stúlka lést í Kalforníu á dögunum er hún var að taka þátt í körfuboltaleik. Fjölskyldan leitaði eftir stuðningi frá Stephen Curry, leikmanni Golden State, og fékk hann.

Stúlkan hét Kimberly Nuestro og var mikill aðdáandi Curry. Hún spilaði með sama treyjunúmer og var í treyjunni er hún hætti að anda og lést. Ekki er vitað hvað nákvæmlega dró hana til dauða en það mun skýrast eftir krufningu.

Faðir stúlkunnar vildi endilega að Curry myndi árita körfuboltaskóna hennar og fór af stað með áskorun á Twitter. Það barst Curry til eyrna sem var fljótur að bregðast við.

Curry gaf svo skólablaði Kimberly viðtal í kjölfarið en það má heyra hér að neðan.

NBAFleiri fréttir

Sjá meira