Enski boltinn

Eiður: Vissum að við myndum vinna eitthvað er Mourinho gekk inn um dyrnar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mourinho klappar Eiði Smára á bakið eftir að hann hafði skorað þrennu gegn Blackburn í október árið 2004.
Mourinho klappar Eiði Smára á bakið eftir að hann hafði skorað þrennu gegn Blackburn í október árið 2004. vísir/afp
Eiður Smári Guðjohnsen var fenginn í þáttinn Soccer AM til þess að bera saman Chelsea-liðið sem varð meistari undir stjórn Jose Mourinho á fyrsta ári og svo Chelsea-liðið í dag.

„Ég held að þeir séu aðeins lélegri,“ sagði Eiður léttur.

„Það er erfitt að bera liðin saman. Við vorum með frábært lið. Þegar Jose Mourinho gekk inn um dyrnar og hafði haldið sinn fyrsta fund þá vorum við vissir um að við myndum vinna eitthvað það ár.

„Hvort það hafi verið sama tilfinning hjá þessu liði er Conte kom veit ég ekki. Við töpuðum einum leik og settum markamet. Það var frábært lið rétt eins og þetta.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×