Innlent

Íslensk tæknistörf til útlanda

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Halldór Oddsson, lögfræðingur ASÍ.
Halldór Oddsson, lögfræðingur ASÍ. Vísir/Sigurjón Ólason
Fjöldi íslenskra fyrirtækja hefur ráðið erlenda tækni- og hugbúnaðarsérfræðinga sem eru með vinnuaðstöðu erlendis en starfa í raun hér á landi. Til dæmis er algengt að starfsfólkið sé frá Serbíu þar sem vinnuafl er ódýrt.

Lögfræðingur ASÍ segir alþjóðlega samkeppni um vinnuafl fylgja tækniþróun. Hjá því verði ekki komist, en nauðsynlegt sé að tryggja að samkeppnin verði knúin áfram af þekkingu en ekki undirboði.

„Það er slæmt ef samkeppnisforskot landa fer að snúast um að bjóða lág laun og að þetta verði kapphlaup á botninn, ef svo má segja, þannig að verkefni hreyfingarinnar, bæði þeirrar íslensku og evrópsku og um allan heim, er að tryggja að þessi alþjóðavæðing og tæknivæðing verði á forsendum fólksins en ekki á forsendum auðvaldsins," segir Halldór Oddson, lögfræðingur ASÍ.

Yngvi Björnsson, deildarforseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík, segir vöntun á tæknimenntuðu fólki skýra þetta að hluta.

„Núna á þessu ári erum við að útskrifa yfir 200 manns. Höfum aldrei útskrifað fleiri og nánast allir okkar nemendur eru komnir með vinnu áður en þeir útskrifast," segir Yngvi.

Hann hefur þó ekki áhyggjur af því að aukinn fjöldi tæknimenntaðra muni grípa í tómt eftir útskrift þar sem störfin hafi færst til útlanda.

„Það er bara takmörkuð gerð af verkefnum sem þú getur sent út og reynslan hefur verið svolítið misjöfn í því. Eftirspurnin er bara að aukast svo hratt að þetta eru eðlileg viðbrögð við því. Svo erum við að tala um alþjóðavæðinguna og sameiginlega vinnumarkaðinn og svona. Þetta er bara veruleikinn sem við komum til með að búa við. Að sama skapi eru okkar nemendur að fá störf erlendis," segir Yngvi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×