Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Fimm einstaklingar hér á landi hafa greinst með nær alónæmar bakteríur sem einungis örfá sýklalyf virkuðu á. Staðan er grafalvarleg, segir Karl Gústaf Kristinsson, yfirmaður sýkladeildar á Landspítalanum og Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, kveðst ætla í aðgerðir strax.

Rætt verður nánar við þá í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö. Þar fjöllum við líka ítarlega um stöðuna sem upp er komin í bandarískum stjórnmálum, en Donald Trump Bandaríkjaforseti deildi viðkvæmum öryggisleyndarmálum og leyniþjónustuupplýsingum með rússneskum yfirvöldum í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×