Enski boltinn

Kosið á milli Eiðs Smára og Pedro í uppgjöri Chelsea-liðanna 2005 og 2017

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen og Pedro.
Eiður Smári Guðjohnsen og Pedro. Vísir/Samsett/Getty
Jose Mourinho og Antonio Conte gerðu báðir Chelsea að Englandsmeisturum á sínum fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni, Mourinho 2004-05 og Conte á þessu tímabili.

Þessi staðreynd hefur kallað á samanburð á þessum tveimur Chelsea-liðum og Sky Sports býður lesendum sínum að kjósa á milli leikmanna í öllum stöðum.

Við Íslendingar eiga góðan fulltrúa í þessari kosningu því Eiður Smári Guðjohnsen spilaði stórt hlutverk í fyrsta meistaraliði Jose Mourinho fyrir tólf árum síðan.

Í kosningunni er kosið á milli manna í sambærilegum stöðum og þar er valið á milli tveggja leikmanna sem báðir spiluðu með Barcelona eða þeir Eiður Smári Guðjohnsen og Spánverjinn Pedro.

Eiður Smári Guðjohnsen var með 12 mörk og 6 stoðsendingar í 37 leikjum tímabilið 2004-05 en Pedro er með 8 mörk og 8 stoðsendingar í 34 leikjum á þessu tímabili. Eiður Smári kom með beinum hætti að 18 mörkum en Pedro hefur komið með beinum hætti að tveimur mörkum færra en Eiður á núverandi leiktíð.

Chelsea tryggði sér titilinn með sigri á West Bromwich Albion á föstudaginn en liðið átti þá tvo leiki eftir. Chelsea er með 90 stig og +48 í markatölu (80-32) þegar liðið á einn leik eftir. Chelsea hefur unnið 29 leiki og aðeins tapað 5.

Chelsea-liðið 2005 fékk 95 stig og setti með því stigamet auk þess að liðið fékk aðeins á sig fimmtán mörk. Liðið var með +57 mörk í markatölu (72-15) en liðið vann 29 leiki og tapaði aðeins 1.



Hvor var betri í Chelsea-liðunum 2005 og 2017

Markvörður: Petr Cech eða Thibaut Courtois

Varnarmaður: Paulo Ferreira eða César Azpilicueta

Varnarmaður: John Terry eða David Luiz

Varnarmaður: Ricardo Carvalho eða Gary Cahill

Varnarmaður: William Gallas eða Marcos Alonso

Miðjumaður: Joe Cole eða Victor Moses

Miðjumaður: Frank Lampard eða Nemanja Matic

Miðjumaður: Claude Makelele eða N'Golo Kanté

Miðjumaður: Damien Duff eða Eden Harzard

Sóknarmaður: Eiður Smári Guðjohnsen eða Pedro

Sóknarmaður: Didier Drogba eða Diego Costa



Það er hægt að kjósa með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×