Innlent

Ölvaður farþegi með dólgslæti við brottfararhliðið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Vísir/Valli
Karlmaður á leið í flug British Airways til London var með svo mikil vandræði við brottfararhliðið að kalla þurfti til lögreglulið af Suðurnesjum. Maðurinn hafði verið að ganga á milli farþega og áreita þá. Af þeim sökum var honum meinað að fara um borð í vélina.

Maðurinn brást hinn versti við, að því er segir í tilkynningu lögreglu, og þurfti að handtaka hann og færa á lögreglustöð þar sem hann var vistaður. Var honum gert að greiða tuttugu þúsund krónu í sekt.

Talsverður erill hefur verið í Flugstöð Leifs Eiríkssonar undanfarna daga. Þrír voru stöðvaðir vegna gruns um skjalafals sem reyndist á rökum reistur. Einn framvísaði vegabréfi sem var í eigu annars manns. Annar framvísaði sviplíku vegabréfi og hinn þriðji grunnfölsuðum skilríkjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×