Handbolti

Kiel bensínlaust á lokamínútunum | Átta íslensk mörk dugðu Nimes ekki til

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lærisveinar Alfreðs töpuðu síðasta stundarfjórðungnum 12-4.
Lærisveinar Alfreðs töpuðu síðasta stundarfjórðungnum 12-4. vísir/getty

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar steinlágu óvænt fyrir Leipzig á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Lokatölur 34-25, Leipzig í vil.

Kiel er í 3. sæti deildarinnar með 47 stig, fimm stigum á eftir toppliði Flensburg.

Þegar 15 mínútur voru til leiksloka var staðan 22-21, Leipzig í vil. Þá lögðu leikmenn Kiel niður vopnin, heimamenn keyrðu yfir þá og unnu á endanum stórsigur.

Nikola Bylik skoraði sex mörk fyrir Kiel og Niclas Ekberg fimm.

Átta íslensk mörk dugðu Nimes ekki til sigurs gegn Aix í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Lokatölur 32-27, Aix í vil.

Snorri Steinn Guðjónsson skoraði fimm mörk fyrir Nimes, þar af tvö úr vítaköstum. Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði þrjú mörk.

Nimes hefur tapað þremur leikjum í röð. Liðið er í 8. sæti deildarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira