Enski boltinn

Gylfi leikmaður ársins hjá Swansea annað árið í röð

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty
Bæði stuðningsmenn og leikmenn Swansea hafa valið Gylfa Sigurðsson leikmann ársins hjá Swansea City í ensku úrvalsdeildinni, annað árið í röð.

Gylfi hefur verið langbesti leikmaður Swansea á tímabilinu, skorað níu mörk og lagt upp þrettán og verið helsti drifkraftur þess að liðið náði að halda sæti sínu í deildinni.

„Þetta er mikill heiður fyrir mig. Það er alltaf gaman þegar leikmennirnir og þjálfarnir velja mann,“ sagði Gylfi eftir að verðlaunin voru veitt.

„Þetta hefur verið gott tímabil fyrir mig persónulega og tímabilið endaði vel,“ sagði Gylfi.

Miðvörðurinn Alfie Mawson var valinn besti ungi leikmaðurinn og framherjinn Fernando Llorrent fékk verðlaun fyrir að vera markahæsti leikmaður Swansea á tímabilinu.

Gylfi er ekki eini Íslendingurinn í enska boltanum sem valinn var bestur af leikmönnum og stuðningsmönnum eigin liðs. Landsliðsfélagi Gylfa, Aron Einar Gunnarsson, hlaut sömu verðlaun hjá liði sínu Cardiff, í síðasta mánuði.


Tengdar fréttir

Gylfi komst hvorki í lið ársins hjá Carragher eða Neville

Gylfi Þór Sigurðsson var öðrum fremur maðurinn á bak við það að Swansea City hélt sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni en það var ekki nóg til að finna náð fyrir augum knattspyrnuspekinganna Gary Neville og Jamie Carragher.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×