Fótbolti

Meistari Dani Alves kominn með 32 titla og nálgast heimsmetið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dani Alves fagnar með bikarinn í gær.
Dani Alves fagnar með bikarinn í gær. Vísir/EPA
Dani Alves og félagar í Juventus tryggðu sér í gær ítalska bikarinn eftir 2-0 sigur á Lazio í úrslitaleiknum en Brasilíumaðuruinn skoraði fyrra mark liðsins í leiknum.  

Dani Alves var þarna að vinna sinn 32. titil með félagsliði á ferlinum og er nú farinn að nálgast heimsmetið.

Þetta er hans fyrsta tímabil með ítalska liðinu eftir að hafa spilað með Barcelona frá 2008 til 2016.

Dani Alves á möguleika á því að vinna þrennuna með Juventus. Bikarinn er kominn í hús, meistaratitilinn dettur væntanlega inn á næstu dögum og þá er liðið komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem Juve mætir Real Madrid.

Dani Alves vann þrennuna með Barcelona tvisvar sinnum eða vorið 2009 og vorið 2015. Hann vann alls 23 titla á átta tímabilum með Börsungum.

Ryan Giggs á metið en hann vann á sínum tíma 36 titla með liði Manchester United. Portúgalski markvörðurinn vann alls 35 titla.



Titlar Dani Alves með félagsliðum sínum:

Bahia í Brasilíu - 3 titlar

Nordeste-bikarmeistari: 2 (2001 og 2002)

Baiano-bikarmeistari: 1 (2001)

Sevilla á Spáni - 5 titlar

Spænskur bikarmeistari: 1 (2007)

Meistari meistaranna á Spáni: 1 (2007)

UEFA-bikarmeistari: 2 (2006, 2007)

Meistari meistaranna hjá UEFA: 1 (2006)

Barcelona á Spáni - 23 titlar

Spænskur meistari: 6 (2009, 2010, 2011, 2013, 2015, 2016)

Spænskur bikarmeistari: 4 (2009, 2012, 2015, 2016)

Meistari meistaranna á Spáni: 4 (2009, 2010, 2011, 2013)

Meistaradeildarmeistari: 3 (2009, 2011, 2015)

Meistari meistaranna hjá UEFA: 3 (2009, 2011, 2015)

Heimsmeistari félagsliða: 3 (2009, 2011, 2015)

Juventus á Ítalíu - 1 titill

Ítalskur bikarmeistari: 1 (2017)



Stórir titlar Dani Alves á síðustu tólf tímabilum

Sevilla

2005–06 - UEFA-bikarmeistari

2006–07 - Spænskur bikarmeistari, UEFA-bikarmeistari

2007–08

Barcelona

2008–09 - Meistaradeildin, Spænskur meistari, spænskur bikarmeistari

2009–10 - Spænskur meistari

2010–11 - Meistaradeildin, Spænskur meistari

2011–12 - Spænskur bikarmeistari

2012–13 - Spænskur meistari

2013–14

2014–15 - Meistaradeildin, spænskur meistari, spænskur bikarmeistari

2015–16 - Spænskur meistari, spænskur bikarmeistari

Juventus

2016–17 - Ítalskur bikarmeistari, (Möguleiki á tveimur í viðbót)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×