Körfubolti

Aðeins Páfuglinn fékk fleiri atkvæði en Martin þegar Frakkarnir völdu þann besta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Martin Hermannsson.
Martin Hermannsson. vísir/stefán
Martin Hermannsson varð annar í kjörinu á besta leikmanni frönsku b-deildarinnar í körfubolta en uppskeruhátíðin var í gær.

Martin var sýndur mikill heiður með því að vera tilnefndur og á endanum var bara einn leikmaður sem fékk fleiri atkvæði.

Bandaríkjamaðurinn Zachery Peacock, þrítugur framherji Bourg-en-Bresse, var kjörinn besti leikmaður deildarinnar í vetur.

Peacock er stighæsti leikmaður deildarinnar með 17,9 stig í leik og hann er auk þess í 12. sæti í fráköstum (6,8). Lið hans er með besta árangurinn í deildinni.







Páfuglinn fékk 94 stig í kjörinu eða 35 stigum meira en Martin. 11 settu  Peacock í fyrsta sætið en Martin fékk tvö atkvæði í fyrsta sætið.

Martin Hermannsson hefur staðið sig frábærlega á fyrsta tímabili með Charleville-Mézières en hann er með 17,2 stig og 5,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Martin er í 2. sæti í stigum og í 6. sæti í stoðsendingum.

Ein umferð er eftir af deildarkeppninni en svo tekur úrslitakeppnin við.  Charleville-Mézières er í 5. sætinu fyrir lokaumferðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×