Handbolti

Ragnheiður skoraði mest allra í úrslitaeinvíginu í ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði hér eitt af mörkum sínum í úrslitaeinvíginu.
Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði hér eitt af mörkum sínum í úrslitaeinvíginu. Vísir/Eyþór

Ragnheiður Júlíusdóttir, stórskytta Framara, fór á kostum þegar lið hennar tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í gærkvöldi.

Ragnheiður skoraði níu mörk í lokaleiknum og varð þar með markahæsti leikmaður lokaúrslitanna í ár.

Ragnheiður skoraði alls 27 mörk í leikjunum fjórum á móti Stjörnunni í úrslitaeinvíginu eða 6,8 mörk að meðaltali í leik.

Mikilvægi Ragnheiðar fyrir Framliðið sést ekki síst á því að hún skoraði 25 mörk í sigurleikjunum þremur (8,3 mörk í leik) en aðeins tvö mörk í eina tapleiknum.

Ragnheiður skoraði reyndar bara einu marki meira en Stjörnukonan Helena Rut Örvarsdóttir sem skoraði einnig níu mörk í gær og var með 26 mörk samanlagt.

Helena Rut var aftur á móti sú sem skoraði flest mörk allra í allri úrslitakeppninni eða alls 59 mörk. Helena Rut skoraði átta mörkum meira en Ragnheiður Júlíusdóttir en lék líka tveimur leikjum fleira.

Haukakonan Ramune Pekarskyte var sú sem skoraði flest mörk á meðaltali í úrslitakeppninni í ár eða 7,7 að meðaltali í þremur leikjum. Ragnheiður var þar önnur með 7,3 að meðaltali í leik en Helena Rut skoraði 6,6 mörk í leik.

Vísir/Eyþór

Flest mörk í lokaúrslitum kvenna 2017:
1. Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram 27 mörk
2. Helena Rut Örvarsdóttir, Stjörnunni 26 mörk
3. Hanna Guðrún Stefánsdóttir, Stjörnunni 23 mörk
4. Hildur Þorgeirsdóttir, Fram 20 mörk
5. Solveig Lára Kjærnested, Stjörnunni 18 mörk
6. Sigurbjörg Jóhannsdóttir, Fram 15 mörk
7. Steinunn Björnsdóttir, Fram 14 mörk
8. Rakel Dögg Bragadóttir, Stjörnunni 13 mörk

Flest mörk í allri úrslitakeppni kvenna 2017:
1. Helena Rut Örvarsdóttir, Stjörnunni 59 mörk
2. Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram 51 mark
3. Rakel Dögg Bragadóttir, Stjörnunni 42 mörk
4. Hanna Guðrún Stefánsdóttir, Stjörnunni 40 mörk
5. Solveig Lára Kjærnestedr, Stjörnunni    32 mörk
6. Hildur Þorgeirsdóttir, Fram    26 mörk
7. Sunna María Einarsdóttir, Gróttu    25 mörk
8. Steinunn Björnsdóttir, Fram    24 mörk
9. Sigurbjörg Jóhannsdóttir, Fram    23 mörk
10. Ramune Pekarskyte, Haukum    23 mörk

Flest mörk að meðaltali í úrslitakeppni kvenna 2017:
1. Ramune Pekarskyte, Haukum    7,7
2. Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram    7,3
3. Helena Rut Örvarsdóttir, Stjörnunni    6,6
4. Maria Ines Da Silve Pereira, Haukum    5,3
5. Sunna María Einarsdóttir, Gróttu    5,0
6. Rakel Dögg Bragadóttir, Stjörnunni    4,7
7. Hanna Guðrún Stefánsdóttir, Stjörnunni    4,4
8. Unnur Ómarsdóttir, Gróttu    3,8
9. Hildur Þorgeirsdóttir, Fram    3,7
10. Lovísa Thompson, Gróttu    3,6
10. Solveig Lára Kjærnested, Stjörnunni    3,6


Markaskor Ragnheiðar Júlíusdóttur fyrir Fram í úrslitaeinvíginu:
Leikur eitt - 8 mörk (sigur)
Leikur tvö - 8 mörk (sigur)
Leikur þrjú - 2 mörk (tap)
Leikur fjögur - 9 mörk (sigur)

Markaskor Helenu Rutar Örvarsdóttur fyrir Stjörnuna í úrslitaeinvíginu:
Leikur eitt - 8 mörk (tap)
Leikur tvö - 7 mörk (tap)
Leikur þrjú - 2 mörk (sigur)
Leikur fjögur - 9 mörk (tap)


Tengdar fréttir

Íslandsmeistaratitillinn í Safamýrina eftir dramatík

Fram er Íslandsmeistari kvenna í handbolta eftir sigur á Stjörnunni í fjórða leik liðanna í Safamýrinni í gærkvöldi. Lokatölur urðu eins marks sigur, 27-26 og Fram vann því einvígið 3-1. Framstúlkur töpuðu aðeins einum leik í úrslitakeppninni. Þetta er 21. Íslandsmeistaratitill Fram í kvennaflokki.

Ragnheiður: Er að fara í próf í fyrramálið

Ragnheiður Júlíusdóttir, stórskytta Fram, var í sigurvímu þegar fréttamaður Vísis spjallaði við hana eftir að Fram tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með eins marks sigri, 27-26, á Stjörnunni í kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira