Enski boltinn

Chelsea fær mestu samkeppnina frá Liverpool í dýfingunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Diego Costa ekki sáttur með áhorfendur sem vilja fá spjald fyrir leikaraskap.
Diego Costa ekki sáttur með áhorfendur sem vilja fá spjald fyrir leikaraskap. Vísir/Getty
Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni verða sendir í leikbann á næsta tímabili ef þeir verða uppvísir að leikaraskap.

Enska knattspyrnusambandið tók þessa risastóra ákvörðun í gær en það þarf samt að sanna það umræddir leikmenn hafi verið með leikaraskap.

Sérstök myndbandsnefnd á vegum sambandsins mun fara yfir þau atvik sem þykja umdeild og í kjölfarið dæma menn í bann ef þurfa þykir. Til að byrja með verða aðeins skoðuð atvik þar sem vítaspyrna er dæmd eða leikmenn fá gult eða rautt spjald.

Það er ekki úr vegi að skoða hvaða lið hafa fengið flest gul spjöld fyrir leikaraskap á síðustu sex tímabilum í ensku úrvalsdeildinni. Fólkið á Squawka Football twitter síðunni tók þetta saman.

Englandsmeistarar Chelsea eru þar efstir á blaði með tveimur fleiri spjöld en leikmenn Liverpool.

Einn leikmaður er hinsvegar í algjörum sérflokki en það er Gareth Bale með sex gul spjöld. Hann hefur samt ekki spilað í ensku úrvalsdeildinni síðan vorið 2013 en um sumarið seldi Tottenham hann til Real Madrid.



Flest gul spjöld fyrir leikaraskap frá og með 2011-12 tímabilinu:

Chelsea (24)

Liverpool (22)

Sunderland (21)

Manchester City (17)

Tottenham (17)

Manchester Utd (15)

Flest gul spjöld hjá leikmönnum fyrir leikaraskap frá og með 2011-12 tímabilinu:

Gareth Bale (6)

Wilfried Zaha (3)

Daniel Sturridge (3)

Charlie Adam (3)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×