Fótbolti

Þjálfari ÍR um að mæta KR: Verður ekki mikið stærra

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

„Mig langaði ekki í lið úr sömu deild. Ég vildi fá eitthvað nýtt og þetta verður ekki mikið stærra.“

Þetta sagði Arnar Þór Valsson, þjálfari ÍR, eftir að ljóst varð að hans menn myndu mæta KR á heimavelli sínum í neðra Breiðholti í 16-liða úrslitum Borgunarbikars karla.

„Þetta er frábær dráttur fyrir okkur. Auðvitað eiga þeir að taka okkur. Þetta er ævintýri og það er um að gera að njóta,“ sagði Arnar Þór en viðtalið má sjá allt hér fyrir ofan.

ÍR spilaði glimrandi vel gegn sterku liði KA sem hefur farið vel af stað í Pepsi-deild karla.

„Það var gaman að sjá hversu ákafir við vorum. Við fórum inn í þennan leik til að njóta hans en ekki bara að hugsa um stigin. Og þá gekk allt upp.“

„Við þurfum að nota það sem við gerðum vel gegn KA og nýta okkur það í næsta leik í deildini, gegn Haukum. Við viljum fá þessa leiki í bikarnum til að verða betri. Það skiptir öllu máli fyrir okkur.“
Fleiri fréttir

Sjá meira