Enski boltinn

Brighton byrjað að styrkja sig

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pascal Gross hefur verið besti leikmaður Ingolstadt undanfarin tvö ár.
Pascal Gross hefur verið besti leikmaður Ingolstadt undanfarin tvö ár. vísir/getty
Þótt um þrír mánuðir séu í að enska úrvalsdeildin hefjist á nýjan leik eru nýliðar Brighton byrjaðir að styrkja sig.

Brighton hefur samið við þýska miðjumanninn Pascal Gross. Hann kemur frá Ingolstadt sem er fallið úr þýsku úrvalsdeildinni. Gross skrifaði undir fjögurra ára samning við Brighton.

Gross, sem verður 26 ára í næsta mánuði, hefur skorað fjögur mörk og gefið sex stoðsendingar í þýsku úrvalsdeildinni í vetur. Þá hefur enginn leikmaður deildarinnar skapað jafn mörg færi og hann á tímabilinu.

Gross hóf ferilinn með Hoffenheim en fór til Karlsruher árið 2011. Ári seinna gekk hann svo í raðir Ingolstadt.

Brighton endaði í 2. sæti ensku B-deildarinnar í vetur og tryggði sér sæti í efstu deild, þar sem liðið hefur ekki verið síðan tímabilið 1982-83.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×