Körfubolti

James öflugur að vanda og Houston setti félagsmet | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Love, Irving og James skoruðu samtals 77 stig gegn Toronto.
Love, Irving og James skoruðu samtals 77 stig gegn Toronto. vísir/getty
Cleveland Cavaliers og Houston Rockets tóku forystuna í sínum einvígum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt.

LeBron James var með 35 stig, 10 fráköst og fjórar stoðsendingar þegar Cleveland bar sigurorð af Toronto Raptors, 116-105, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Cleveland er því áfram ósigrað í úrslitakeppninni í ár.

Kyrie Irving skoraði 24 stig og gaf 10 stoðsendingar í liði meistaranna og Kevin Love skoraði 18 stig og tók níu fráköst.

Kyle Lowry var atkvæðamestur í liði Toronto með 20 stig og 11 stoðsendingar.

Houston gerði sér lítið fyrir og vann 27 stiga sigur á San Antonio Spurs, 99-126, í undanúrslitum Vesturdeildarinnar.

Sex leikmenn Houston skoruðu 11 stig eða meira í leiknum í nótt. Trevor Ariza var stigahæstur með 23 stig. Clint Capela skoraði 20 stig og tók 13 fráköst og James Harden skoraði 20 stig og gaf 14 stoðsendingar. Leikmenn Houston settu niður 22 þrista í leiknum í nótt sem er félagsmet í úrslitakeppninni.

Kawhi Leonard skoraði 21 stig, tók 11 fráköst og gaf sex stoðsendingar í liði San Antonio.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×