Íslenski boltinn

Domino´s vildi ekki ráða Ásgeir Börk því sendingarnar mega ekki klikka

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Björn Bragi fór illa með Fylkismennina.
Björn Bragi fór illa með Fylkismennina. mynd/skjáskot
Íþróttafélagið Fylkir er 50 ára á þessu ári en í tilefni þess gerði grínistinn og sjónvarpsmaðurinn Björn Bragi Arnarson skemmtilegt myndband þar sem hann grillar leikmenn og þjálfara meistaraflokka karla og kvenna hjá félaginu. Björn Bragi er mikill stuðningsmaður Fylkis.

Í þessu skemmtilega myndbandi spyr hann Albert Brynjar Ingason hvers vegna hann sé ekki jafngóður og afi sinn og faðir í fótbolta og segist hafa heyrt að Ásgeir Börkur Ásgeirsson hafi ekki fengið vinnu hjá Domino´s því sendingarnar mega ekki klikka.

Hann kemst að því að Fylkir hefur aldrei orðið Íslandmeistari og neyðir Kristinn Tómasson til að rifja upp þegar þyrlan fór frá Akranesi með bikarinn í vesturbæinn þegar Fylkismenn misstu af titlinum í lokaumferðinni.

Helgi Sigurðsson og Tómas Ingi Tómasson eru einnig grillaðir sem og Ragna Lóa Stefánsdóttir en þetta bráðskemmtilega myndband má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×