Enski boltinn

Zlatan boðar endurkomu sína

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Zlatan heldur um hnéð eftir að hann meiddist.
Zlatan heldur um hnéð eftir að hann meiddist. Vísir/Getty
Zlatan Ibrahimovic hefur heitið því að hann muni spila á nýjan leik en hann gekkst undir aðgerð í Bandaríkjunum í gær.

Zlatan hlaut krossbandsmeiðsli í hné í leik United gegn Anderlecht í Evrópudeild UEFA í síðasta mánuði en óvíst er hvað tekur við hjá honum þar sem að samningur hans við Manchester United rennur út í sumar.

Svíinn öflugi verður væntanlega ekki klár í slaginn á ný fyrr en um áramót en ekkert hefur þó fengist staðfest í þeim efnum. Hann fór á kostum með United á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni og skoraði alls 28 mörk fyrir félagið.

Mina Raiola, umboðsmaður Zlatan, sagði í gær að aðgerðin hefði heppnast vel og að hann myndi ná fullum bata. Sjálfur þakkaði Svíinn fyrir stuðninginn á Instagram-síðunni sinni og boðaði endurkomu sína á knattspyrnuvöllinn.

Áður hefur verið haldið fram að hann muni semja næst við lið í MLS-deildinni í Bandaríkjunum.

Fixed, done and stronger. Once again thank you for the support. We will enjoy my game togheter soon

A post shared by IAmZlatan (@iamzlatanibrahimovic) on


Tengdar fréttir

Zlatan ætlar ekki að gefast upp

Zlatan Ibrahimovic, framherji Man. Utd, ætlar að koma sterkari til baka eftir meiðslin sem hann varð fyrir á dögunum.

Zlatan mun ná fullum bata

Hnéaðgerð Zlatan Ibrahimovic gekk vel og umboðsmaður hans er bjartsýnn á það að leikmaðurinn nái sér að fullu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×