Enski boltinn

Aaron Lennon að glíma við geðræna kvilla

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aaron Lennon í leik með Everton.
Aaron Lennon í leik með Everton.
Aaron Lennon, leikmaður Everton, er nú undir eftirliti heilbrigðisyfirvalda í Bretlandi eftir að lögregla var kölluð til í gær.

Lögreglan í Manchester fékk tilkynningu síðdegis í gær vegna manns sem hagaði sér einkennilega á Eggles Old Road í gær. Var hann færður á sjúkrahús þar sem hann fékk aðhlynningu.

Lennon gekk í raðir Everton frá Tottenham árið 2015 en hefur ekki komið við sögu hjá liðinu síðan í febrúar.

Stan Collymore, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur lengi barist við þunglyndi og var einn fjölmargra þekktra íþróttamanna í Bretlandi sem lýsti stuðningi við Lennon í gær.

„Ég þekki þann stað sem hann er á og veit að hann á eftir að jafna sig með stuðningi frá okkur öllum,“ sagði Collymore á Twitter-síðu sinni.







Everton sendi frá sér stutta yfirlýsingu á Twitter-síðu sinni í mörgum þar sem öllum er þakkað fyrir þann hlýhug sem Lennon hefur verið sýndur. Enn fremur er farið fram á að honum og fjölskyldu hans verði gefið svigrúm til að takast á við stöðuna.





 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×