Pólitískur rétttrúnaður og hatursorðræða Stefán Karlsson skrifar 4. maí 2017 07:00 Skorin hefur verið upp herör gegn þeim sem sagðir eru stunda hatursorðræðu, sérstaklega gegn múslímum. Þeir sem telja sig hafa völdin innan orðræðunnar vilja þagga niður í þeim sem ekki fylgja réttu línunni. Þessi forræðishyggja byggist á pólitískum rétttrúnaði. Gagnrýni á hugmyndafræði íslamskra öfgamanna er t.d. bönnuð og henni jafnað við rasisma. Allir hafa hins vegar skotleyfi á vestræna menningararfleifð. Önnur menningarsamfélög en það vestræna eru lofsömuð og litið framhjá feðraveldi, kynþáttahyggju og kúgun sem eru oft fylgifiskar sumra menningarheima. Alið er á sjálfsgagnrýni og sektarvitund Vesturlandabúa. Þetta hefur leitt til fórnarlambsvæðingar minnihlutahópa og menningarlegs sjálfshaturs. Þegar íslamskir bókstafstrúarmenn fremja t.d hryðjuverk hefja menn vægðarlausa sjálfsritskoðun í stað þess að fordæma verknaðinn. Viðkvæðið er: „Höfum við ekki sjálf kallað þetta yfir okkur?“ Þessi afstaða sviptir fólk í fyrrverandi nýlendum og innan minnihlutahópa ábyrgð sem er nýtt form nýlendustefnu. Það þykir ekki nógu þroskað til að bera eigin sekt. Pólitískur rétttrúnaður aðhyllist menningarlega afstæðishyggju. Sett er spurningamerki við mannréttindi og lýðræði sem arfleifð vestrænnar menningar. Hafna ber algildum mælikvörðum varðandi rétt og rangt, gott og illt. Allir lífshættir eru jafn réttháir sem bannar að lagt sé mat á þá út frá siðfræðilegri og þekkingarfræðilegri gagnrýni. Enginn fulltrúi pólitísks rétttrúnaðar myndi samt vilja vera í sporum þess fólks sem verður að búa við sumar þessar siðvenjur, t.d. umskurð kvenna. Þeir krefjast þess að siðvenjur annarra þjóða séu virtir en sjá ekki þjáningar fólksins sem verður að lifa við þær. Áherslan á sérstöðu menningarhópa stríðir gegn réttindum einstaklingsins. Hann er bundinn menningararfleifð sinni og réttindi hans lúta ofurvaldi hópsins. Þetta hefur reist múra milli þjóðfélagshópa og rutt fordómum leið, t.d. vaxandi gyðingahatri. Litið er á menningarhópa sem lokaðar heildir og arfleifð þeirra talin eðlislæg einstaklingunum sem tilheyra þeim. Það sem áður var talið eðlislægt og bundið við kynþætti er nú tengt við menningarheima. Menningarleg kynþáttahyggja hefur leyst þá líffræðilegu af hólmi þar sem áherslan á sérstöðu menningarheima er notuð til að réttlæta aðgreiningu og nýja aðskilnaðarstefnu. Í viðleitni sinni til að þagga niður umræðu um mikilvæg og viðkvæm málefni er pólitískur rétttrúnaður í andstöðu við grunngildi mannréttinda. Með forræðishyggju sinni grefur hann undan sjálfræði og málfrelsi manna. Hann setur tjáningarfrelsinu skorður og kemur á ritskoðun sem er undirbyggð með reglum um hvaða málefni megi fjalla um og hvernig. Hann kemur í veg fyrir opna umræðu þegar svo mikil þörf er á að tekist sé á um mikilvæg málefni á gagnrýninn hátt. Þess í stað er allri gagnrýni mætt með þöggun eða klisjum um kynþáttafordóma eða fælni. Þegar íslamskir bókstafstrúarmenn ráðast á grunngildi vestrænna samfélaga þegja menn þunnu hljóði frekar en að taka þá áhættu að vera kallaðir rasistar. Mannréttindi eru algild og skilyrðislaus. Þau lúta ekki menningu og arfleifð. Þau eru grundvallarréttindi sem standa óháð þeirri menningu sem viðkomandi er hluti af. Þegar þau eru annars vegar á ætíð að setja einstaklinginn og sjálfræði hans yfir heildina. Einstaklingurinn hefur rétt og kröfu til að gagnrýna allt með því að leggja það í dóm skynseminnar og vísindalegrar nálgunar. Þar eru hefðir engin undantekning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Skorin hefur verið upp herör gegn þeim sem sagðir eru stunda hatursorðræðu, sérstaklega gegn múslímum. Þeir sem telja sig hafa völdin innan orðræðunnar vilja þagga niður í þeim sem ekki fylgja réttu línunni. Þessi forræðishyggja byggist á pólitískum rétttrúnaði. Gagnrýni á hugmyndafræði íslamskra öfgamanna er t.d. bönnuð og henni jafnað við rasisma. Allir hafa hins vegar skotleyfi á vestræna menningararfleifð. Önnur menningarsamfélög en það vestræna eru lofsömuð og litið framhjá feðraveldi, kynþáttahyggju og kúgun sem eru oft fylgifiskar sumra menningarheima. Alið er á sjálfsgagnrýni og sektarvitund Vesturlandabúa. Þetta hefur leitt til fórnarlambsvæðingar minnihlutahópa og menningarlegs sjálfshaturs. Þegar íslamskir bókstafstrúarmenn fremja t.d hryðjuverk hefja menn vægðarlausa sjálfsritskoðun í stað þess að fordæma verknaðinn. Viðkvæðið er: „Höfum við ekki sjálf kallað þetta yfir okkur?“ Þessi afstaða sviptir fólk í fyrrverandi nýlendum og innan minnihlutahópa ábyrgð sem er nýtt form nýlendustefnu. Það þykir ekki nógu þroskað til að bera eigin sekt. Pólitískur rétttrúnaður aðhyllist menningarlega afstæðishyggju. Sett er spurningamerki við mannréttindi og lýðræði sem arfleifð vestrænnar menningar. Hafna ber algildum mælikvörðum varðandi rétt og rangt, gott og illt. Allir lífshættir eru jafn réttháir sem bannar að lagt sé mat á þá út frá siðfræðilegri og þekkingarfræðilegri gagnrýni. Enginn fulltrúi pólitísks rétttrúnaðar myndi samt vilja vera í sporum þess fólks sem verður að búa við sumar þessar siðvenjur, t.d. umskurð kvenna. Þeir krefjast þess að siðvenjur annarra þjóða séu virtir en sjá ekki þjáningar fólksins sem verður að lifa við þær. Áherslan á sérstöðu menningarhópa stríðir gegn réttindum einstaklingsins. Hann er bundinn menningararfleifð sinni og réttindi hans lúta ofurvaldi hópsins. Þetta hefur reist múra milli þjóðfélagshópa og rutt fordómum leið, t.d. vaxandi gyðingahatri. Litið er á menningarhópa sem lokaðar heildir og arfleifð þeirra talin eðlislæg einstaklingunum sem tilheyra þeim. Það sem áður var talið eðlislægt og bundið við kynþætti er nú tengt við menningarheima. Menningarleg kynþáttahyggja hefur leyst þá líffræðilegu af hólmi þar sem áherslan á sérstöðu menningarheima er notuð til að réttlæta aðgreiningu og nýja aðskilnaðarstefnu. Í viðleitni sinni til að þagga niður umræðu um mikilvæg og viðkvæm málefni er pólitískur rétttrúnaður í andstöðu við grunngildi mannréttinda. Með forræðishyggju sinni grefur hann undan sjálfræði og málfrelsi manna. Hann setur tjáningarfrelsinu skorður og kemur á ritskoðun sem er undirbyggð með reglum um hvaða málefni megi fjalla um og hvernig. Hann kemur í veg fyrir opna umræðu þegar svo mikil þörf er á að tekist sé á um mikilvæg málefni á gagnrýninn hátt. Þess í stað er allri gagnrýni mætt með þöggun eða klisjum um kynþáttafordóma eða fælni. Þegar íslamskir bókstafstrúarmenn ráðast á grunngildi vestrænna samfélaga þegja menn þunnu hljóði frekar en að taka þá áhættu að vera kallaðir rasistar. Mannréttindi eru algild og skilyrðislaus. Þau lúta ekki menningu og arfleifð. Þau eru grundvallarréttindi sem standa óháð þeirri menningu sem viðkomandi er hluti af. Þegar þau eru annars vegar á ætíð að setja einstaklinginn og sjálfræði hans yfir heildina. Einstaklingurinn hefur rétt og kröfu til að gagnrýna allt með því að leggja það í dóm skynseminnar og vísindalegrar nálgunar. Þar eru hefðir engin undantekning.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun