Hugleiðing um íslenska heilbrigðiskerfið Dagbjört Jónsdóttir skrifar 4. maí 2017 07:00 Bygging nýs Landspítala hefur staðið til í að minnsta kosti síðastliðin tíu ár. Enn er bygging hans einungis á umræðustigi sem hefur afar neikvæð áhrif á heilbrigðiskerfið. Ég velti því fyrir mér hvert íslenskt heilbrigðiskerfi stefnir og þá sér í lagi hver verða örlög Landspítalans, eina sérhæfða sjúkrahúss landsins, sjúkrahússins okkar. Undanfarin tuttugu ár hefur að mínu mati verið unnið leynt og ljóst að einkavæðingu heilbrigðiskerfisins. Á síðustu árum hafa sprottið upp um alla borg aðgerðakjarnar þar sem gerðar eru aðgerðir allt frá að fjarlægja vörtur upp í stærri aðgerðir eins og brjóstnám og/eða liðskipti. Það er að sjálfsögðu í lagi að aðgerðakjarnar í einkaeigu séu fyrir hendi til að gera minni aðgerðir sem taldar eru áhættulitlar og létta á Landspítalanum. En svo er komið að margir læknar hafa ekki tíma til að sinna störfum á Landspítalanum vegna starfa sinna á einkavæddum stöðvum með áherslu á gróðahyggju og arðgreiðslur, og eins kaldhæðnislegt og það er greiðast þær af Sjúkratryggingum Íslands. Læknisstarfið er í eðli sínu göfugt og flestir læknar starfa af heilindum, því þykir mér miður að ákveðinn fjöldi lækna kjósi gróðahyggjuna.Nýr Landspítali Bygging nýs Landspítala hefur í mörg ár verið eins og heit kartafla sem enginn hefur viljað halda utan um og kastað er manna á milli. En nú er ekki hægt að bíða lengur með aðgerðir því komið er að þolmörkum. Það er gífurlega mikilvægt að byggt verði nýtt sjúkrahús sem búið er nýjustu tækjum og búnaði sem nútímasjúkrahús þurfa að hafa til að geta sinnt hlutverki sínu. Samkvæmt könnunum vilja nær allir landsmenn að byggður verði nýr Landspítali sem þjónar okkur öllum og jafnar aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Landspítalinn er ekki bara húsakostur og tæki heldur starfar þar fjöldi fagmenntaðra starfsmanna af ýmsum toga, eins og læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar. Einnig eru þar stoðdeildir, rannsóknardeildir og aðrir starfsmenn sem allir hafa það að markmiði að lækna og líkna. Og þá er kennsluskylda Landspítalans afar mikilvæg enda eina háskólasjúkrahús landsins þar sem verðandi heilbrigðisstarfsmenn sækja menntun sína. En til þess að sjúkrahúsið geti framfylgt þeim skyldum sem þjóðfélagið leggur því á herðar hvað varðar kennslu, læknisþjónustu og rannsóknir er mjög brýnt að nýtt sjúkrahús verði að veruleika. Eins og allir landsmenn vita hefur Landspítalinn verið í stöðugu svelti í langan tíma sem skert hefur heilbrigðisþjónustuna í heild. Eftir að hafa unnið í tuttugu ár sem heilbrigðisstarfsmaður (sjúkraliði) á Landspítalanum tel ég mig geta lagt mat á þróun sjúkrahússins eða öllu heldur hnignun undanfarinna ára. Þegar ég tala um hnignun þá er ég ekki einungis að vísa í ónýt tæki eða úreltan búnað, þ.e. hið efnislega, heldur þau hugarfarslegu áhrif sem þetta niðurrif hefur haft á starfsmenn sjúkrahússins. Þetta stanslausa niðurrif hefur valdið því að starfsmenn upplifa sig valdalausa og án virðingar, en það sem verra er, við þessar aðstæður telja þeir sig ekki geta sinnt sjúklingum sínum af nægilegri fagmennsku og þeirri alúð sem þeim býr í brjósti.Ábyrgð stjórnvalda Ábyrgð stjórnvalda er mikil hvað varðar byggingu nýs Landspítala-háskólasjúkrahúss ásamt styrkingu heilbrigðiskerfisins og jöfnu aðgengi allra landsmanna. Að lokum beini ég máli mínu beint til ráðamanna: Ég fer fram á það sem borgari þessa lands að farið verði að vilja landsmanna og nýr Landspítali rísi strax, en til þess að það megi verða þurfa stjórnvöld að taka niður einkavæðingargleraugun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Bygging nýs Landspítala hefur staðið til í að minnsta kosti síðastliðin tíu ár. Enn er bygging hans einungis á umræðustigi sem hefur afar neikvæð áhrif á heilbrigðiskerfið. Ég velti því fyrir mér hvert íslenskt heilbrigðiskerfi stefnir og þá sér í lagi hver verða örlög Landspítalans, eina sérhæfða sjúkrahúss landsins, sjúkrahússins okkar. Undanfarin tuttugu ár hefur að mínu mati verið unnið leynt og ljóst að einkavæðingu heilbrigðiskerfisins. Á síðustu árum hafa sprottið upp um alla borg aðgerðakjarnar þar sem gerðar eru aðgerðir allt frá að fjarlægja vörtur upp í stærri aðgerðir eins og brjóstnám og/eða liðskipti. Það er að sjálfsögðu í lagi að aðgerðakjarnar í einkaeigu séu fyrir hendi til að gera minni aðgerðir sem taldar eru áhættulitlar og létta á Landspítalanum. En svo er komið að margir læknar hafa ekki tíma til að sinna störfum á Landspítalanum vegna starfa sinna á einkavæddum stöðvum með áherslu á gróðahyggju og arðgreiðslur, og eins kaldhæðnislegt og það er greiðast þær af Sjúkratryggingum Íslands. Læknisstarfið er í eðli sínu göfugt og flestir læknar starfa af heilindum, því þykir mér miður að ákveðinn fjöldi lækna kjósi gróðahyggjuna.Nýr Landspítali Bygging nýs Landspítala hefur í mörg ár verið eins og heit kartafla sem enginn hefur viljað halda utan um og kastað er manna á milli. En nú er ekki hægt að bíða lengur með aðgerðir því komið er að þolmörkum. Það er gífurlega mikilvægt að byggt verði nýtt sjúkrahús sem búið er nýjustu tækjum og búnaði sem nútímasjúkrahús þurfa að hafa til að geta sinnt hlutverki sínu. Samkvæmt könnunum vilja nær allir landsmenn að byggður verði nýr Landspítali sem þjónar okkur öllum og jafnar aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Landspítalinn er ekki bara húsakostur og tæki heldur starfar þar fjöldi fagmenntaðra starfsmanna af ýmsum toga, eins og læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar. Einnig eru þar stoðdeildir, rannsóknardeildir og aðrir starfsmenn sem allir hafa það að markmiði að lækna og líkna. Og þá er kennsluskylda Landspítalans afar mikilvæg enda eina háskólasjúkrahús landsins þar sem verðandi heilbrigðisstarfsmenn sækja menntun sína. En til þess að sjúkrahúsið geti framfylgt þeim skyldum sem þjóðfélagið leggur því á herðar hvað varðar kennslu, læknisþjónustu og rannsóknir er mjög brýnt að nýtt sjúkrahús verði að veruleika. Eins og allir landsmenn vita hefur Landspítalinn verið í stöðugu svelti í langan tíma sem skert hefur heilbrigðisþjónustuna í heild. Eftir að hafa unnið í tuttugu ár sem heilbrigðisstarfsmaður (sjúkraliði) á Landspítalanum tel ég mig geta lagt mat á þróun sjúkrahússins eða öllu heldur hnignun undanfarinna ára. Þegar ég tala um hnignun þá er ég ekki einungis að vísa í ónýt tæki eða úreltan búnað, þ.e. hið efnislega, heldur þau hugarfarslegu áhrif sem þetta niðurrif hefur haft á starfsmenn sjúkrahússins. Þetta stanslausa niðurrif hefur valdið því að starfsmenn upplifa sig valdalausa og án virðingar, en það sem verra er, við þessar aðstæður telja þeir sig ekki geta sinnt sjúklingum sínum af nægilegri fagmennsku og þeirri alúð sem þeim býr í brjósti.Ábyrgð stjórnvalda Ábyrgð stjórnvalda er mikil hvað varðar byggingu nýs Landspítala-háskólasjúkrahúss ásamt styrkingu heilbrigðiskerfisins og jöfnu aðgengi allra landsmanna. Að lokum beini ég máli mínu beint til ráðamanna: Ég fer fram á það sem borgari þessa lands að farið verði að vilja landsmanna og nýr Landspítali rísi strax, en til þess að það megi verða þurfa stjórnvöld að taka niður einkavæðingargleraugun.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun