Íslenski boltinn

Arnar Már líklega ekki með Stjörnunni í sumar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnar Már í leik Stjörnunnar og Inter á Laugardalsvelli.
Arnar Már í leik Stjörnunnar og Inter á Laugardalsvelli. vísir/andri marinó
Arnar Már Björgvinsson leikur líklega ekki með Stjörnunni í sumar. Þetta kemur fram á Fótbolta.net.

Arnar Már útskrifaðist sem lögfræðingur í janúar og það hefur gengið illa hjá honum að samræma vinnu og fótboltann. Stjarnan æfir reglulega í hádeginu sem gerir Arnari Má erfitt fyrir.

Arnar Már, sem er 27 ára, hefur leikið 121 leik í Pepsi-deildinni með Stjörnunni, Breiðabliki og Víkingi Ó. og skorað 27 mörk. Hann varð Íslandsmeistari með Stjörnunni 2014.

Ekki liggur enn fyrir hvar Arnar Már mun spila í sumar.

„Það er lítið í boði í Pepsi-deildinni. Það eru mikið af liðum úti á landi sem ég get ekki farið í út af vinnu sem og mörg lið sem æfa í hádeginu eins og Stjarnan. Ég er því opinn fyrir því að fara í Inkasso-deildina líka. Ég veit ekki neitt ennþá hvað gerist,“ sagði Arnar í samtali við Fótbolta.net.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×