Enski boltinn

Jóhann Berg og félagar fá veglegan bónus fyrir að halda sér uppi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jóhann Berg hefur spilað 17 leiki í ensku úrvalsdeildinni.
Jóhann Berg hefur spilað 17 leiki í ensku úrvalsdeildinni. vísir/getty
Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley fá væna bónusa ef þeir halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni.

Yfirgnæfandi líkur eru á því að Burnley leiki í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili en liðið er sjö stigum frá fallsæti þegar þremur umferðum er ólokið.

Ef Burnley heldur sér uppi deila leikmenn liðsins með sér a.m.k. 8,5 milljónum punda. Því ofar sem Burnley endar í ensku úrvalsdeildinni því hærri verður bónusinn sem leikmenn liðsins fá.

 

Þeir leikmenn sem hafa spilað mest í vetur geta búist við að fá allt að 650.000 pund í bónus.

Það er ansi vegleg summa, sérstaklega í ljósi þess að Burnley borgar ekki há laun. Robbie Brady, sem kom til Burnley frá Norwich City í janúar, er launahæsti leikmaður liðsins með 35.000 pund í vikulaun.

Jóhann Berg getur átt von á nokkuð háum bónus en hann hefur spilað 17 deildarleiki á tímabilinu, þar af 10 í byrjunarliði.

Burnley er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið mætir West Brom (heima), Bournemouth (úti) og West Ham (heima) í síðustu þremur umferðunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×