Innlent

Barist um miðana á toppslaginn gegn Króatíu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Blaðamaður var númer 2123 í röðinni þegar klukkan 12:00. Klukkan 12:06 var hann orðinn númer 1808.
Blaðamaður var númer 2123 í röðinni þegar klukkan 12:00. Klukkan 12:06 var hann orðinn númer 1808. Skjáskot af Midi.is
Áhugi landsmanna á karlalandsliði Íslands í knattspyrnu er afar mikill sem sást best þegar hleypt var í röðina á Midi.is til að eiga þess kost að kaupa í miða á leikinn gegn Króötum þann 11. júní næstkomandi.

Blaðamaður Vísis var á meðal þeirra sem beið eftir að klukkan sló tólf og skellti sér um leið í röðina. Var hann númer 2123 í röðinni og lækkaði talan rólega í framhaldinu. Hver má kaupa fjóra miða á leikinn og hefur hann fimm mínútur til að ganga frá kaupunum. Það borgar sig því fyrir þá sem eru í röðinni að vera þolinmóðir.

Ljóst er að færri munu komast að en vilja en margir muna vafalítið vel eftir miðasölunni fyrir síðasta leik Íslands gegn Króatíu í Laugardalnum. Sá leikur var í umspili fyrir HM 2014 en miðasalan hófst um miðja nótt þar sem áhyggjur voru að miðakerfið myndi ekki standast álagið hæfist salan um miðjan dag.

Varð uppi fótur og fit í samfélaginu enda margir afar ósáttir þegar þeir vöknuðu að morgni miðasöludagsins og komust að því að allir miðarnir voru búnir fyrir klukkan átta. 

Leikurinn gegn Króötum er toppslagur í I-riðli undankeppni HM 2018 sem fram fer í Rússlandi. Króatar hafa 13 stig á toppnum en Íslendingar tíu þegar fimm leikir hafa verið spilaðir og undankeppnin hálfnuð.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×