Körfubolti

Cleveland komið í 3-0 gegn Toronto eftir 21 stigs sigur

Dagur Sveinn Dagbjartsson skrifar
LeBron James fór skellihlæjandi á koddann eftir sigur Cleveland gegn Toronto í nótt.
LeBron James fór skellihlæjandi á koddann eftir sigur Cleveland gegn Toronto í nótt. vísir/getty
LeBron James og félagar hans í Cleveland Cavaliers eru á góðri leið með að sópa Toronto Raptors út úr úrslitakeppni NBA. Liðin mættust í nótt og niðurstaðan varð 21 stigs sigur Cleveland, 115-94. Leikið var í Toronto.

LeBron James var stigahæstur í liði Cleveland með 35 stig, auk þess sem hann tók 8 fráköst og áttu 7 stoðsendingar. Kevin Love setti niður 16 stig fyrir Cleveland og tók 13 fráköst.

DeMar DeRozan var atkvæðamestur í liði Toronto með 37 stig. En það dugði skammt. Cleveland er þar með komði í vænlega stöðu og getur klárað þetta einvígi með sigri í fjórða leik liðanna á sunnudaginn, en leikið er í Toronto.

Texasliðið Houston og San Antonio mættust einni í nótt. San Antonio lék án Tony Parker sem gekkst í gær undir aðgerð á hné. Það kom þó ekki að sök því San Antonio fór að lokum með sigur af hólmi, 103-92.

Það verður seint sagt að James Harden hafi ekki lagt sig fram við að ná fram sigri fyrir Houston en hann skoraði 43 stig. Kawhi Leonard og LaMarcus Aldridge voru báðir með 26 stig í liði San Antonio, sem nú er komið í 2-1 forystu.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×