Enski boltinn

Wenger efast um hugarfar Özil

Mesut Özil hefur verið töluvert gagnrýndur fyrir leik sinn að undanförnu.
Mesut Özil hefur verið töluvert gagnrýndur fyrir leik sinn að undanförnu.
Þýski miðjumaðurinn Mezut Özil hjá Arsenal hefur mátt sæta töluverðri gagnrýni fyrir frammistöðu sína gegn Tottenham um síðustu helgi. Nú hefur Arsene Wenger, stjóri Arsenal, sagt að hann efist um að Özil geti tekið gagnrýni á sama hátt og aðrir topp leikmenn.

"Topp leikmenn eru gagnrýndir meira en aðrir leikmenn. Ég tel að gagnrýnin sem Özil fékk um síðustu helgi hafi ekki endurspeglað það sem gerðist á vellinum," segir Wenger.

Aðspurður um það hvort að Özil geti axlað þá ábyrgð að bera liðið á herðum sínum, segir Wenger að hann sé ekki viss um það.

"Ég tel að hann njóti þess að spila stóra leiki. En tekur hann því fagnandi að vera gagnrýndur og bera liðið á herðum sínum? Ég er ekki viss um það."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×