Innlent

Sjáðu jarðskjálftann við Árnes

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Skjálftinn sést greinilega á myndbandi sem vefmyndavél Mílu náði í dag.
Skjálftinn sést greinilega á myndbandi sem vefmyndavél Mílu náði í dag. Skjáskot/Míla
Jarðskjálfti af stærð 4,5 mældist um tveimur kílómetrum suðaustan við Árnes á Suðurlandi laust eftir hádegi í dag.

Tæpri mínútu síðar mældist annar skjálfti af stærð 3,3. Urðu skjálftarnir á þekktu sprungusvæði að sögn Veðurstofu.

Skjálftarnir fundust víða á Suðurlandi og í samtali við Vísi fyrr í dag sagði Bergleif Gannt Joensen, íbúi í Árnesi að það hefði verið eins og rúta hefði keyrt inn í húsið hans.

Skjálftinn sést greinilega á myndbandi sem vefmyndavél Mílu náði í dag. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×