Körfubolti

Golden State einum sigri frá úrslitum Vesturdeildar

Dagur Sveinn Dagbjartsson skrifar
Kevin Durant setti niður 38 stig gegn Utah Jazz í nótt.
Kevin Durant setti niður 38 stig gegn Utah Jazz í nótt. vísir/getty
Utah Jazz virðist ekki ætla að vera nokkur einasta fyrirstaða fyrir Golden State Warriors á leið síðar nefnda liðsins í úrslit Vesturdeildar NBA. Liðin mættust í Salt Lake City, heimavelli Utah Jazz, í þriðja leik liðanna í nótt og svo fór að Golden State vann ellefu stiga sigur, 102-91.

Kevin Durant var besti maður vallarins í nótt, skoraði 38 stig og tók 13 fráköst. Stephen Curry og Klay Thompson voru ekki að finna fjölina, voru samtals með þrjár þriggja stiga körfur í fimmtán skotum og sjö tveggja stiga í 29 tilraunum. Það kom því í hlut Durant að draga vagninn.

Þrátt fyrir að Curry hafi endað með 23 stig í leiknum var hann ekki að hitta vel. Hann setti niður 6 af 20 skotum sínum í leiknum.

Gordon Hayward var stigahæstur í liði Utah með 29 stig. Næstur honum kom Rudy Gobert með 21 stig og 15 fráköst.

Fjórði leikur liðanna fer fram í Utah-fylki á mánudaginn.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×