Íslenski boltinn

Sjáðu markasúpuna í Garðabænum | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Stjarnan vann sinn fyrsta sigur í Pepsi-deild karla í fótbolta þetta sumarið þegar liðið valtaði yfir ÍBV, 5-0, í fyrsta leik annarrar umferðar á Samsung-vellinum í Garðabæ í gær.

Stjörnumenn voru 3-0 yfir í hálfleik og bættu svo við tveimur mörkum í þeim síðari á móti Eyjamönnum sem áttu aldrei möguleika í flotta Garðbæinga í gær.

Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði tvívegis áður en hann var borinn af velli en hann náði í gær að jafna markafjölda sinn frá því á síðustu leiktíð. Guðjón Baldvinsson, Hilmar Árni Halldórsson og Jósef Kristinn Jósefsson skoruðu hin þrjú mörk Stjörnunnar sem gerði 2-2 jafntefli við Grindavík í fyrstu umferðinni.

ÍBV er með eitt stig eftir tvo leiki en liðið hélt hreinu á móti Fjölni í markalausu jafntefli í fyrstu umferðinni á heimavelli þrátt fyrir að vera einum manni færri í 75 mínútur.

Hér má lesa umfjöllun Vísis um leikinn í gær en mörkin úr honum má sjá að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×