Leynimakk ráðherra Helmut Hinrichsen skrifar 9. maí 2017 07:00 Lekið hefur í fjölmiðla að til standi að „sameina“ tvo stærstu framhaldsskóla landsins, Tækniskólann og Fjölbrautaskólann við Ármúla. Tækniskólinn er einkarekinn skóli af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtökum iðnaðarins, Samorku og Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík með áherslu á iðnmenntun. Fjölbrautaskólinn við Ármúla er ríkisrekinn skóli með bóknám og starfsmenntun á heilbrigðissviði. Skólameistari Tækniskólans, Jón B. Stefánsson, upplýsti á dögunum að ráðherra mennta- og menningarmála hefði í febrúar á þessu ári falið skólameisturum beggja skóla að kanna hagkvæmni „sameiningarinnar“. Niðurstöður höfðu legið fyrir síðan í apríl og töldu skólameistarar beggja skóla að hagkvæmt væri að „sameina“ skólana á þeim forsendum sem ráðherra hafði lagt þeim fyrir. En hvaða forsendur eru lagðar til grundvallar mati á hagkvæmni? Enginn nema skólameistararnir og nokkrir útvaldir voru upplýstir af ráðherra. Í Bakþönkum Fréttablaðsins þann 6. maí átaldi Sirrý Hallgrímsdóttir, aðstoðarkona fyrrverandi mennta- og menningarmálaráðherra, þingmann Pírata fyrir að ræða ekki um kosti og galla „sameiningar“ skólanna. En hvernig getur viðkomandi þingmaður rætt hagkvæmni umræddra breytinga þegar efnislegum forsendum er haldið leyndum, jafnvel fyrir starfsfólki og stjórnendum viðkomandi skóla. Voru skólameistararnir að kanna hagkvæmni í rekstri? Auðvitað er hagkvæmara að vera með stóra hópa en litla. Það er líka hagkvæmara að leyfa ekki nemendum sem eru eldri en 25 ára að stunda nám í ríkisreknum skólum eins og fyrrverandi ráðherra skipaði fyrir og núverandi ráðherra hefur fellt úr gildi. Eða á að meta hagkvæmni með því að taka inn þætti eins og öfluga stoðþjónustu við nemendur, sjálfbæra skólaþróun, umhverfisvitund og margt annað sem Fjölbrautaskólinn við Ármúla er þekktur fyrir? Fjölbrautaskólinn við Ármúla er vel rekinn skóli og eins sést á úttekt sem gerð var á öllum þáttum skólastarfsins í byrjun vorannar 2017. Starfsandinn er góður og hefur skólinn fengið viðurkenningu sem Fyrirmyndarstofnun árin 2015 og 2016. Skólinn er leiðandi á Íslandi í framboði fjarnáms á framhaldsskólastigi. Er ástæðan e.t.v. sú að ráðherra vilji færa Tækniskólanum vandað og vinsælt fjarnám sem byggt hefur verið upp í Fjölbrautaskólanum við Ármúla? Eins og nefnt er að framan er erfitt að ræða efnislega kosti og galla breytinga þegar engar upplýsingar liggja fyrir um forsendur þeirra og enginn faglegur undirbúningur hefur átt sér stað. Starfsfólk beggja skóla býr yfir mikilli reynslu sem ætla mætti að skipti miklu máli þegar um svo mikilvægt mál er að ræða þegar einn stærstu skóla landsins er lagður niður. Ég lýsi eftir upplýsingum frá ráðherra um forsendur málsins og um þá menntastefnu sem forsendurnar byggjast á. Vinnubrögð ráðherra eru ófagleg og lítilsvirðing gagnvart starfsmönnum skólanna, nemendum og foreldrum þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Lekið hefur í fjölmiðla að til standi að „sameina“ tvo stærstu framhaldsskóla landsins, Tækniskólann og Fjölbrautaskólann við Ármúla. Tækniskólinn er einkarekinn skóli af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtökum iðnaðarins, Samorku og Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík með áherslu á iðnmenntun. Fjölbrautaskólinn við Ármúla er ríkisrekinn skóli með bóknám og starfsmenntun á heilbrigðissviði. Skólameistari Tækniskólans, Jón B. Stefánsson, upplýsti á dögunum að ráðherra mennta- og menningarmála hefði í febrúar á þessu ári falið skólameisturum beggja skóla að kanna hagkvæmni „sameiningarinnar“. Niðurstöður höfðu legið fyrir síðan í apríl og töldu skólameistarar beggja skóla að hagkvæmt væri að „sameina“ skólana á þeim forsendum sem ráðherra hafði lagt þeim fyrir. En hvaða forsendur eru lagðar til grundvallar mati á hagkvæmni? Enginn nema skólameistararnir og nokkrir útvaldir voru upplýstir af ráðherra. Í Bakþönkum Fréttablaðsins þann 6. maí átaldi Sirrý Hallgrímsdóttir, aðstoðarkona fyrrverandi mennta- og menningarmálaráðherra, þingmann Pírata fyrir að ræða ekki um kosti og galla „sameiningar“ skólanna. En hvernig getur viðkomandi þingmaður rætt hagkvæmni umræddra breytinga þegar efnislegum forsendum er haldið leyndum, jafnvel fyrir starfsfólki og stjórnendum viðkomandi skóla. Voru skólameistararnir að kanna hagkvæmni í rekstri? Auðvitað er hagkvæmara að vera með stóra hópa en litla. Það er líka hagkvæmara að leyfa ekki nemendum sem eru eldri en 25 ára að stunda nám í ríkisreknum skólum eins og fyrrverandi ráðherra skipaði fyrir og núverandi ráðherra hefur fellt úr gildi. Eða á að meta hagkvæmni með því að taka inn þætti eins og öfluga stoðþjónustu við nemendur, sjálfbæra skólaþróun, umhverfisvitund og margt annað sem Fjölbrautaskólinn við Ármúla er þekktur fyrir? Fjölbrautaskólinn við Ármúla er vel rekinn skóli og eins sést á úttekt sem gerð var á öllum þáttum skólastarfsins í byrjun vorannar 2017. Starfsandinn er góður og hefur skólinn fengið viðurkenningu sem Fyrirmyndarstofnun árin 2015 og 2016. Skólinn er leiðandi á Íslandi í framboði fjarnáms á framhaldsskólastigi. Er ástæðan e.t.v. sú að ráðherra vilji færa Tækniskólanum vandað og vinsælt fjarnám sem byggt hefur verið upp í Fjölbrautaskólanum við Ármúla? Eins og nefnt er að framan er erfitt að ræða efnislega kosti og galla breytinga þegar engar upplýsingar liggja fyrir um forsendur þeirra og enginn faglegur undirbúningur hefur átt sér stað. Starfsfólk beggja skóla býr yfir mikilli reynslu sem ætla mætti að skipti miklu máli þegar um svo mikilvægt mál er að ræða þegar einn stærstu skóla landsins er lagður niður. Ég lýsi eftir upplýsingum frá ráðherra um forsendur málsins og um þá menntastefnu sem forsendurnar byggjast á. Vinnubrögð ráðherra eru ófagleg og lítilsvirðing gagnvart starfsmönnum skólanna, nemendum og foreldrum þeirra.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun