Umræða um fiskeldi Soffía Karen Magnúsdóttir skrifar 9. maí 2017 09:00 Fiskeldi er orðin mikilvæg atvinnugrein og ef áætlanir ganga eftir mun hún vaxa enn frekar á komandi árum. Að mörgu er að hyggja og því mikilvægt að byggja upp málefnalega umræðu um fiskeldi þar sem ólík sjónarmið koma fram. Um leið er nauðsynlegt að skynsemi og fyrirhyggja ráði för í áætluðum vexti greinarinnar.Sleppingar laxfiska Helsta deilumálið vegna fiskeldis eru sleppingar laxfiska úr sjókvíum. Til að vernda villta stofna er óheimilt að ala laxfiska í sjókvíum á Vesturlandi og nánast öllu Norðurlandi. Af öðrum svæðum er raunhæfur möguleiki að stunda eldi á Vestfjörðum og Austfjörðum, þar sem sjókvíaeldi er í dag, auk Eyjafjarðar. Til að draga úr líkum á sleppingum er verið að innleiða auknar kröfur um búnað og skal hann standast kröfur staðals sem notast er við í Noregi og hefur dregið þar úr fjölda fiska sem sleppa úr kvíum. Þá skal sýna fram á að búnaðurinn standist kröfur og þarf rekstraraðili skírteini frá faggiltri skoðunarstofu, sem staðfestir að búnaðurinn sé öruggur og standist m.a. strauma og ölduhæð á eldissvæðinu. Eldri búnaður er á útleið, en í kvíum sem ekki standast nýjar kröfur er alinn regnbogasilungur. Sleppingar síðustu mánaða má rekja til slíkra kvía, sem verður skipt út fyrir vottaðan búnað. Slysasleppingar geta þó átt sér stað, en þær þarf að fyrirbyggja eftir bestu getu og bregðast við á viðeigandi hátt ef slys verða.Staða fisksjúkdóma Sjúkdómastaða í fiskeldi á Íslandi er ein sú besta í heiminum og engin sýklalyf eru notuð í sjókvíaeldi hér, andstætt fullyrðingum um annað. Þá er tíðræddur misskilningur um að í fiskeldi á Íslandi ríki lúsafár, sem villtum laxastofnum stafi hætta af. Staðreyndin er sú að laxalús hefur aldrei valdið vandræðum í íslensku sjókvíaeldi. Ástæðan er lágur sjávarhiti yfir vetrartímann, en laxalús berst með villtum fiski í kvíar að vori og þar nær hún að fjölga sér lítillega fram á haust. Með vetri lækkar sjávarhiti og lúsin hverfur úr kvíunum. Þegar laxaseiði ganga til sjávar að vori er því lítið eða ekkert um lús í eldiskvíum. Í vetur var sjávarhiti þó heldur hærri en vanalega, sem er laxalús hagstætt. Það sýnir mikilvægi þess að vaka yfir breyttum aðstæðum, en „lúsafár“ hefur verið óþekkt í íslensku eldi.Geldfiskur Lax sem notaður er í sjókvíaeldi er af eldisstofni sem kemur frá Noregi og hefur verið ræktaður hér síðan 1984. Hann er ekki erfðabreyttur en hefur verið kynbættur eins og raunin er með eldisdýr. Rætt hefur verið um geldfisk og hvort hann sé raunhæfur kostur í eldi. Fisk má gelda með breytingum á erfðamengi eða með því að setja hrogn undir mikinn þrýsting. Fiskur úr þeim hrognum verður ófrjór og getur ekki blandast við villta laxastofna. Gallinn við geldan lax er að hann þarf sérhæft og dýrt fóður til að bein þroskist eðlilega, afföll aukast og vansköpunartíðni getur verið há. Auk þess er hætt við að viðbrögð markaða við vörunni verði neikvæð. Ræktun á geldfiski gaf þó nýlega góða raun í köldum sjó í Noregi, sem gaf tilefni til tilraunar með geldfisk við strendur Íslands. Verður hún framkvæmd af Stofnfiski, Háskólanum á Hólum, Landssambandi fiskeldisstöðva, Hafrannsóknastofnun og Arctic Sea Farm. Tíminn leiðir því í ljós hvort þetta sé raunhæfur möguleiki í fiskeldi hér.Leyfisveitingar Ferlið við leyfisveitingar er umfangsmikið og getur tekið nokkur ár. Tilkynna þarf fyrirhugaða eldisstarfsemi til Skipulagsstofnunar sem leggur mat á hvort framkvæmdin þurfi í umhverfismat. Burðarþolsmat þarf jafnframt að liggja fyrir, en það er mat á staðbundnum áhrifum eldis og hversu mikið magn er óhætt að ala á viðkomandi svæði. Síðan þarf starfsleyfi frá Umhverfisstofnun og rekstrarleyfi Matvælastofnunar. Starfleyfi snýr að mengandi þáttum en rekstrarleyfi að kröfum um búnað og verklag. Leiðrétta verður fullyrðingar um að Matvælastofnun hafi gefið út fjölda rekstrarleyfa á skömmum tíma. Málaflokkurinn var færður frá Fiskistofu til Matvælastofnunar árið 2015, en frá þeim tíma hefur stofnunin aðeins gefið út eitt rekstrarleyfi til sjókvíaeldis. Það var til stækkunar á eldi í Arnarfirði, sem þegar var hafið. Einnig hafa komið fram kröfur um að hægt verði á leyfisveitingum, en löggjöf setur skilyrði um afgreiðslutíma umsókna. Að gefnu tilefni skal einnig áréttað að dýralæknir fisksjúkdóma hjá Matvælastofnun kemur ekki að veitingu rekstrarleyfa, þar sem störf hans einskorðast við fisksjúkdóma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Fiskeldi er orðin mikilvæg atvinnugrein og ef áætlanir ganga eftir mun hún vaxa enn frekar á komandi árum. Að mörgu er að hyggja og því mikilvægt að byggja upp málefnalega umræðu um fiskeldi þar sem ólík sjónarmið koma fram. Um leið er nauðsynlegt að skynsemi og fyrirhyggja ráði för í áætluðum vexti greinarinnar.Sleppingar laxfiska Helsta deilumálið vegna fiskeldis eru sleppingar laxfiska úr sjókvíum. Til að vernda villta stofna er óheimilt að ala laxfiska í sjókvíum á Vesturlandi og nánast öllu Norðurlandi. Af öðrum svæðum er raunhæfur möguleiki að stunda eldi á Vestfjörðum og Austfjörðum, þar sem sjókvíaeldi er í dag, auk Eyjafjarðar. Til að draga úr líkum á sleppingum er verið að innleiða auknar kröfur um búnað og skal hann standast kröfur staðals sem notast er við í Noregi og hefur dregið þar úr fjölda fiska sem sleppa úr kvíum. Þá skal sýna fram á að búnaðurinn standist kröfur og þarf rekstraraðili skírteini frá faggiltri skoðunarstofu, sem staðfestir að búnaðurinn sé öruggur og standist m.a. strauma og ölduhæð á eldissvæðinu. Eldri búnaður er á útleið, en í kvíum sem ekki standast nýjar kröfur er alinn regnbogasilungur. Sleppingar síðustu mánaða má rekja til slíkra kvía, sem verður skipt út fyrir vottaðan búnað. Slysasleppingar geta þó átt sér stað, en þær þarf að fyrirbyggja eftir bestu getu og bregðast við á viðeigandi hátt ef slys verða.Staða fisksjúkdóma Sjúkdómastaða í fiskeldi á Íslandi er ein sú besta í heiminum og engin sýklalyf eru notuð í sjókvíaeldi hér, andstætt fullyrðingum um annað. Þá er tíðræddur misskilningur um að í fiskeldi á Íslandi ríki lúsafár, sem villtum laxastofnum stafi hætta af. Staðreyndin er sú að laxalús hefur aldrei valdið vandræðum í íslensku sjókvíaeldi. Ástæðan er lágur sjávarhiti yfir vetrartímann, en laxalús berst með villtum fiski í kvíar að vori og þar nær hún að fjölga sér lítillega fram á haust. Með vetri lækkar sjávarhiti og lúsin hverfur úr kvíunum. Þegar laxaseiði ganga til sjávar að vori er því lítið eða ekkert um lús í eldiskvíum. Í vetur var sjávarhiti þó heldur hærri en vanalega, sem er laxalús hagstætt. Það sýnir mikilvægi þess að vaka yfir breyttum aðstæðum, en „lúsafár“ hefur verið óþekkt í íslensku eldi.Geldfiskur Lax sem notaður er í sjókvíaeldi er af eldisstofni sem kemur frá Noregi og hefur verið ræktaður hér síðan 1984. Hann er ekki erfðabreyttur en hefur verið kynbættur eins og raunin er með eldisdýr. Rætt hefur verið um geldfisk og hvort hann sé raunhæfur kostur í eldi. Fisk má gelda með breytingum á erfðamengi eða með því að setja hrogn undir mikinn þrýsting. Fiskur úr þeim hrognum verður ófrjór og getur ekki blandast við villta laxastofna. Gallinn við geldan lax er að hann þarf sérhæft og dýrt fóður til að bein þroskist eðlilega, afföll aukast og vansköpunartíðni getur verið há. Auk þess er hætt við að viðbrögð markaða við vörunni verði neikvæð. Ræktun á geldfiski gaf þó nýlega góða raun í köldum sjó í Noregi, sem gaf tilefni til tilraunar með geldfisk við strendur Íslands. Verður hún framkvæmd af Stofnfiski, Háskólanum á Hólum, Landssambandi fiskeldisstöðva, Hafrannsóknastofnun og Arctic Sea Farm. Tíminn leiðir því í ljós hvort þetta sé raunhæfur möguleiki í fiskeldi hér.Leyfisveitingar Ferlið við leyfisveitingar er umfangsmikið og getur tekið nokkur ár. Tilkynna þarf fyrirhugaða eldisstarfsemi til Skipulagsstofnunar sem leggur mat á hvort framkvæmdin þurfi í umhverfismat. Burðarþolsmat þarf jafnframt að liggja fyrir, en það er mat á staðbundnum áhrifum eldis og hversu mikið magn er óhætt að ala á viðkomandi svæði. Síðan þarf starfsleyfi frá Umhverfisstofnun og rekstrarleyfi Matvælastofnunar. Starfleyfi snýr að mengandi þáttum en rekstrarleyfi að kröfum um búnað og verklag. Leiðrétta verður fullyrðingar um að Matvælastofnun hafi gefið út fjölda rekstrarleyfa á skömmum tíma. Málaflokkurinn var færður frá Fiskistofu til Matvælastofnunar árið 2015, en frá þeim tíma hefur stofnunin aðeins gefið út eitt rekstrarleyfi til sjókvíaeldis. Það var til stækkunar á eldi í Arnarfirði, sem þegar var hafið. Einnig hafa komið fram kröfur um að hægt verði á leyfisveitingum, en löggjöf setur skilyrði um afgreiðslutíma umsókna. Að gefnu tilefni skal einnig áréttað að dýralæknir fisksjúkdóma hjá Matvælastofnun kemur ekki að veitingu rekstrarleyfa, þar sem störf hans einskorðast við fisksjúkdóma.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun