Enski boltinn

Eyjakonur fyrstar til að ná stigi á móti meisturunum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Katrín Ásbjörnsdóttir er búin að skora fjögur mörk í þremur leikjum.
Katrín Ásbjörnsdóttir er búin að skora fjögur mörk í þremur leikjum. vísir/eyþór
ÍBV og Stjarnan skildu jöfn, 1-1, í fyrsta leik þriðju umferðar Pepsi-deildar kvenna sem fram fór á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í dag.

Katrín Ásbjörnsdóttir kom Íslandsmeisturunum yfir, 1-0, á 23. mínútu en Adrienne Jordan jafnaði metin eftir 60 mínútur og þar við sat.

ÍBV er fyrsta liðið til að ná stigi af meisturunum á þessari leiktíð en Stjarnan vann Hauka og KR í fyrstu tveimur umferðunum.

Eyjakonur byrjuðu á flottum sigri á móti KR á heimavelli í fyrstu umferð en töpuðu svo illa, 4-0, á móti Val á Hlíðarenda í annarri umferðinni.

Katrín Ásbjörnsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, fer vel af stað í sumar en hún er búin að skora í öllum þremur leikjum Garðabæjarliðsins á tímabilinu, alls fjögur mörk í þremur leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×