Loftslagsvísindamenn segja upp New York Times Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2017 10:30 New York Times liggur undir gagnrýni vegna ráðningar á þekktum loftslagsafneitara. Vísir/EPA Bandaríska dagblaðið New York Times hefur misst áskrifendur eftir að stjórnendur þess ákváðu að ráða þekktan afneitara loftslagsvísinda til að skrifa skoðanapistla í blaðið. Vísindamenn hafa lýst vonbrigðum sínum með afstöðu blaðsins. Times réði nýlega íhaldssama álitsgjafann Bret Stephens sem áður skrifaði pistla í Wall Street Journal. Hann er einn fjölda íhaldsmanna sem þræta fyrir vísindalega þekkingu á loftslagsbreytingum og orsökum þeirra. Ráðningin vakti strax hörð viðbrögð, meðal annars þekktra loftslagsvísindamanna. Viðkvæði þeirra var að sjálfsagt væri að blaðið birti ólíkar skoðanir á síðum sínum en að það sem Stephens hefði fram að færa væru hreinar rangfærslur um loftslagsmál. Ekki bætti úr skák þegar einn ritstjóra blaðsins varði ráðninguna, meðal annars með þeim orðum að hún hefði vakið reiði „vinstrisinnaðra gagnrýnenda“. Sumir fremstu loftslagsvísindamanna heims eins og Michael Mann og Stefan Rahmstorf sögðu áskrift sinni að blaðinu upp í kjölfarið. The @NYTimes hiring of climate denier didn't lead me to cancel subscription. Public editor's offensive response did: https://t.co/BRnmwKIBmX pic.twitter.com/En14mZVYoD— Michael E. Mann (@MichaelEMann) April 25, 2017 Aðrir, eins og tölfræðispekingurinn Nate Silver sem rekur síðuna FiveThirtyEight, bentu á kaldhæðni ráðningar Stephens í ljósi þess að slagorð New York Times eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hefur verið „Sannleikurinn er mikilvægari en nokkru sinni fyrr“.The Truth Is More Important Now Than Ever, Except If You're Reading Our Op-Ed Page pic.twitter.com/1bWM9IPM1k— Nate Silver (@NateSilver538) April 28, 2017 Þó að New York Times hafi sent lesendum sínum sérstaka tilkynningu þegar fyrsti pistill Stephens birtist virtust ekki allir starfsmenn blaðsins sáttir við ráðninguna. Útibússtjóri blaðsins í Kaíró deildi til dæmis á Stephens á Twitter vegna umdeildra ummæla hans um að Arabar þjáist af „sjúkdómi hugans“. Loftslagsblaðamenn New York Times vöktu einnig athygli á umfjöllun blaðsins um loftslagsmál á samfélagsmiðlum sama dag og pistill Stephens birtist. Þar mátti til dæmis nálgast upplýsingar sem hröktu fullyrðingar Stephens í pistlinum.Where to find NYT reporting on climate change: https://t.co/Q9izvisJSo pic.twitter.com/NsLw4S7heF— NYT Climate (@nytclimate) April 28, 2017 Stephens hefur ekki aðeins verið umdeildur vegna skrifa sinna um loftslagsmál. Í pistlum sínum í gegnum tíðina hefur hann meðal annars hamast gegn hreyfingunni Svört líf skipta máli í Bandaríkjunum og lýst vaxandi tíðni nauðgana í bandarískum háskólum sem „ímynduðum óvini“.CNN fékk loftslagsafneitara í viðtal á degi jarðarNew York Times er ekki eini fjölmiðillinn sem sætir gagnrýni fyrir hvernig hann hefur nálgast loftslagsmál undanfarið. Þannig vakti það athygli að CNN fékk annan þekktan loftslagsafneitara, William Happer, til að rökræða við „vísindagaurinn“ Bill Nye daginn sem fjölmenn vísindaganga var gengin víða um heim á degi jarðar um síðustu helgi. Lýsti Nye vonbrigðum sínum með að CNN hefði fengið Happer að borðinu. Happer, sem meðal annars hefur verið orðaður við stöðu aðalvísindaráðgjafa Donalds Trump, hefur meðal annars sagt að verið sé að „skrímslavæða“ koltvísýring á sama hátt og nasistar gerðu við gyðinga í Þýskalandi á sínum tíma. Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Bandaríska dagblaðið New York Times hefur misst áskrifendur eftir að stjórnendur þess ákváðu að ráða þekktan afneitara loftslagsvísinda til að skrifa skoðanapistla í blaðið. Vísindamenn hafa lýst vonbrigðum sínum með afstöðu blaðsins. Times réði nýlega íhaldssama álitsgjafann Bret Stephens sem áður skrifaði pistla í Wall Street Journal. Hann er einn fjölda íhaldsmanna sem þræta fyrir vísindalega þekkingu á loftslagsbreytingum og orsökum þeirra. Ráðningin vakti strax hörð viðbrögð, meðal annars þekktra loftslagsvísindamanna. Viðkvæði þeirra var að sjálfsagt væri að blaðið birti ólíkar skoðanir á síðum sínum en að það sem Stephens hefði fram að færa væru hreinar rangfærslur um loftslagsmál. Ekki bætti úr skák þegar einn ritstjóra blaðsins varði ráðninguna, meðal annars með þeim orðum að hún hefði vakið reiði „vinstrisinnaðra gagnrýnenda“. Sumir fremstu loftslagsvísindamanna heims eins og Michael Mann og Stefan Rahmstorf sögðu áskrift sinni að blaðinu upp í kjölfarið. The @NYTimes hiring of climate denier didn't lead me to cancel subscription. Public editor's offensive response did: https://t.co/BRnmwKIBmX pic.twitter.com/En14mZVYoD— Michael E. Mann (@MichaelEMann) April 25, 2017 Aðrir, eins og tölfræðispekingurinn Nate Silver sem rekur síðuna FiveThirtyEight, bentu á kaldhæðni ráðningar Stephens í ljósi þess að slagorð New York Times eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hefur verið „Sannleikurinn er mikilvægari en nokkru sinni fyrr“.The Truth Is More Important Now Than Ever, Except If You're Reading Our Op-Ed Page pic.twitter.com/1bWM9IPM1k— Nate Silver (@NateSilver538) April 28, 2017 Þó að New York Times hafi sent lesendum sínum sérstaka tilkynningu þegar fyrsti pistill Stephens birtist virtust ekki allir starfsmenn blaðsins sáttir við ráðninguna. Útibússtjóri blaðsins í Kaíró deildi til dæmis á Stephens á Twitter vegna umdeildra ummæla hans um að Arabar þjáist af „sjúkdómi hugans“. Loftslagsblaðamenn New York Times vöktu einnig athygli á umfjöllun blaðsins um loftslagsmál á samfélagsmiðlum sama dag og pistill Stephens birtist. Þar mátti til dæmis nálgast upplýsingar sem hröktu fullyrðingar Stephens í pistlinum.Where to find NYT reporting on climate change: https://t.co/Q9izvisJSo pic.twitter.com/NsLw4S7heF— NYT Climate (@nytclimate) April 28, 2017 Stephens hefur ekki aðeins verið umdeildur vegna skrifa sinna um loftslagsmál. Í pistlum sínum í gegnum tíðina hefur hann meðal annars hamast gegn hreyfingunni Svört líf skipta máli í Bandaríkjunum og lýst vaxandi tíðni nauðgana í bandarískum háskólum sem „ímynduðum óvini“.CNN fékk loftslagsafneitara í viðtal á degi jarðarNew York Times er ekki eini fjölmiðillinn sem sætir gagnrýni fyrir hvernig hann hefur nálgast loftslagsmál undanfarið. Þannig vakti það athygli að CNN fékk annan þekktan loftslagsafneitara, William Happer, til að rökræða við „vísindagaurinn“ Bill Nye daginn sem fjölmenn vísindaganga var gengin víða um heim á degi jarðar um síðustu helgi. Lýsti Nye vonbrigðum sínum með að CNN hefði fengið Happer að borðinu. Happer, sem meðal annars hefur verið orðaður við stöðu aðalvísindaráðgjafa Donalds Trump, hefur meðal annars sagt að verið sé að „skrímslavæða“ koltvísýring á sama hátt og nasistar gerðu við gyðinga í Þýskalandi á sínum tíma.
Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira