Loftslagsvísindamenn segja upp New York Times Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2017 10:30 New York Times liggur undir gagnrýni vegna ráðningar á þekktum loftslagsafneitara. Vísir/EPA Bandaríska dagblaðið New York Times hefur misst áskrifendur eftir að stjórnendur þess ákváðu að ráða þekktan afneitara loftslagsvísinda til að skrifa skoðanapistla í blaðið. Vísindamenn hafa lýst vonbrigðum sínum með afstöðu blaðsins. Times réði nýlega íhaldssama álitsgjafann Bret Stephens sem áður skrifaði pistla í Wall Street Journal. Hann er einn fjölda íhaldsmanna sem þræta fyrir vísindalega þekkingu á loftslagsbreytingum og orsökum þeirra. Ráðningin vakti strax hörð viðbrögð, meðal annars þekktra loftslagsvísindamanna. Viðkvæði þeirra var að sjálfsagt væri að blaðið birti ólíkar skoðanir á síðum sínum en að það sem Stephens hefði fram að færa væru hreinar rangfærslur um loftslagsmál. Ekki bætti úr skák þegar einn ritstjóra blaðsins varði ráðninguna, meðal annars með þeim orðum að hún hefði vakið reiði „vinstrisinnaðra gagnrýnenda“. Sumir fremstu loftslagsvísindamanna heims eins og Michael Mann og Stefan Rahmstorf sögðu áskrift sinni að blaðinu upp í kjölfarið. The @NYTimes hiring of climate denier didn't lead me to cancel subscription. Public editor's offensive response did: https://t.co/BRnmwKIBmX pic.twitter.com/En14mZVYoD— Michael E. Mann (@MichaelEMann) April 25, 2017 Aðrir, eins og tölfræðispekingurinn Nate Silver sem rekur síðuna FiveThirtyEight, bentu á kaldhæðni ráðningar Stephens í ljósi þess að slagorð New York Times eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hefur verið „Sannleikurinn er mikilvægari en nokkru sinni fyrr“.The Truth Is More Important Now Than Ever, Except If You're Reading Our Op-Ed Page pic.twitter.com/1bWM9IPM1k— Nate Silver (@NateSilver538) April 28, 2017 Þó að New York Times hafi sent lesendum sínum sérstaka tilkynningu þegar fyrsti pistill Stephens birtist virtust ekki allir starfsmenn blaðsins sáttir við ráðninguna. Útibússtjóri blaðsins í Kaíró deildi til dæmis á Stephens á Twitter vegna umdeildra ummæla hans um að Arabar þjáist af „sjúkdómi hugans“. Loftslagsblaðamenn New York Times vöktu einnig athygli á umfjöllun blaðsins um loftslagsmál á samfélagsmiðlum sama dag og pistill Stephens birtist. Þar mátti til dæmis nálgast upplýsingar sem hröktu fullyrðingar Stephens í pistlinum.Where to find NYT reporting on climate change: https://t.co/Q9izvisJSo pic.twitter.com/NsLw4S7heF— NYT Climate (@nytclimate) April 28, 2017 Stephens hefur ekki aðeins verið umdeildur vegna skrifa sinna um loftslagsmál. Í pistlum sínum í gegnum tíðina hefur hann meðal annars hamast gegn hreyfingunni Svört líf skipta máli í Bandaríkjunum og lýst vaxandi tíðni nauðgana í bandarískum háskólum sem „ímynduðum óvini“.CNN fékk loftslagsafneitara í viðtal á degi jarðarNew York Times er ekki eini fjölmiðillinn sem sætir gagnrýni fyrir hvernig hann hefur nálgast loftslagsmál undanfarið. Þannig vakti það athygli að CNN fékk annan þekktan loftslagsafneitara, William Happer, til að rökræða við „vísindagaurinn“ Bill Nye daginn sem fjölmenn vísindaganga var gengin víða um heim á degi jarðar um síðustu helgi. Lýsti Nye vonbrigðum sínum með að CNN hefði fengið Happer að borðinu. Happer, sem meðal annars hefur verið orðaður við stöðu aðalvísindaráðgjafa Donalds Trump, hefur meðal annars sagt að verið sé að „skrímslavæða“ koltvísýring á sama hátt og nasistar gerðu við gyðinga í Þýskalandi á sínum tíma. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Bandaríska dagblaðið New York Times hefur misst áskrifendur eftir að stjórnendur þess ákváðu að ráða þekktan afneitara loftslagsvísinda til að skrifa skoðanapistla í blaðið. Vísindamenn hafa lýst vonbrigðum sínum með afstöðu blaðsins. Times réði nýlega íhaldssama álitsgjafann Bret Stephens sem áður skrifaði pistla í Wall Street Journal. Hann er einn fjölda íhaldsmanna sem þræta fyrir vísindalega þekkingu á loftslagsbreytingum og orsökum þeirra. Ráðningin vakti strax hörð viðbrögð, meðal annars þekktra loftslagsvísindamanna. Viðkvæði þeirra var að sjálfsagt væri að blaðið birti ólíkar skoðanir á síðum sínum en að það sem Stephens hefði fram að færa væru hreinar rangfærslur um loftslagsmál. Ekki bætti úr skák þegar einn ritstjóra blaðsins varði ráðninguna, meðal annars með þeim orðum að hún hefði vakið reiði „vinstrisinnaðra gagnrýnenda“. Sumir fremstu loftslagsvísindamanna heims eins og Michael Mann og Stefan Rahmstorf sögðu áskrift sinni að blaðinu upp í kjölfarið. The @NYTimes hiring of climate denier didn't lead me to cancel subscription. Public editor's offensive response did: https://t.co/BRnmwKIBmX pic.twitter.com/En14mZVYoD— Michael E. Mann (@MichaelEMann) April 25, 2017 Aðrir, eins og tölfræðispekingurinn Nate Silver sem rekur síðuna FiveThirtyEight, bentu á kaldhæðni ráðningar Stephens í ljósi þess að slagorð New York Times eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hefur verið „Sannleikurinn er mikilvægari en nokkru sinni fyrr“.The Truth Is More Important Now Than Ever, Except If You're Reading Our Op-Ed Page pic.twitter.com/1bWM9IPM1k— Nate Silver (@NateSilver538) April 28, 2017 Þó að New York Times hafi sent lesendum sínum sérstaka tilkynningu þegar fyrsti pistill Stephens birtist virtust ekki allir starfsmenn blaðsins sáttir við ráðninguna. Útibússtjóri blaðsins í Kaíró deildi til dæmis á Stephens á Twitter vegna umdeildra ummæla hans um að Arabar þjáist af „sjúkdómi hugans“. Loftslagsblaðamenn New York Times vöktu einnig athygli á umfjöllun blaðsins um loftslagsmál á samfélagsmiðlum sama dag og pistill Stephens birtist. Þar mátti til dæmis nálgast upplýsingar sem hröktu fullyrðingar Stephens í pistlinum.Where to find NYT reporting on climate change: https://t.co/Q9izvisJSo pic.twitter.com/NsLw4S7heF— NYT Climate (@nytclimate) April 28, 2017 Stephens hefur ekki aðeins verið umdeildur vegna skrifa sinna um loftslagsmál. Í pistlum sínum í gegnum tíðina hefur hann meðal annars hamast gegn hreyfingunni Svört líf skipta máli í Bandaríkjunum og lýst vaxandi tíðni nauðgana í bandarískum háskólum sem „ímynduðum óvini“.CNN fékk loftslagsafneitara í viðtal á degi jarðarNew York Times er ekki eini fjölmiðillinn sem sætir gagnrýni fyrir hvernig hann hefur nálgast loftslagsmál undanfarið. Þannig vakti það athygli að CNN fékk annan þekktan loftslagsafneitara, William Happer, til að rökræða við „vísindagaurinn“ Bill Nye daginn sem fjölmenn vísindaganga var gengin víða um heim á degi jarðar um síðustu helgi. Lýsti Nye vonbrigðum sínum með að CNN hefði fengið Happer að borðinu. Happer, sem meðal annars hefur verið orðaður við stöðu aðalvísindaráðgjafa Donalds Trump, hefur meðal annars sagt að verið sé að „skrímslavæða“ koltvísýring á sama hátt og nasistar gerðu við gyðinga í Þýskalandi á sínum tíma.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira