Körfubolti

Brynjar: Þetta er bara gullaldartímabil KR og við ætlum ekkert að hætta

Stefán Árni Pálsson skrifar
Brynjar var stórkostlegur í kvöld.
Brynjar var stórkostlegur í kvöld. vísir/andri marinó
„Það væri gaman að slá metið hans Teits, maður verður að skoða það,“ segir Brynjar Þór Björnsson, eftir leikinn í kvöld en hann var að verða Íslandsmeistari með KR í sjöunda sinn. KR varð í kvöld Íslandsmeistari í körfubolta eftir að hafa rústað Grindavík í oddaleik um titilinn fyrir framan 2700 manns. 

„Konan er reyndar að fara út í sérnám bráðum og maður veit ekki alveg hvernig framtíðin verður en vonandi vinnum við aftur á næsta ári og þá er maður komnir með fimm ár í röð og maður er einhverju nær.“

Brynjar segir að það hafi sést í kvöld að ef KR spilar sinn leik þá á ekkert lið séns í þá.

„Við komum þannig stilltir inn í þennan leik að við vorum alltaf að fara vinna. Það var bara mjög mikil jákvæðni í hópnum síðustu daga og það skilaði sér heldur betur. Þetta er bara gullaldartímabil KR og við ætlum ekkert að hætta.“

Hér að neðan má sjá viðtalið við Brynjar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×