Leitar barns og móður á Íslandi með aðstoð spæjara Snærós Sindradóttir skrifar 20. apríl 2017 07:00 Erika Nilsson, stjúpmóðir drengsins, er stödd hér á landi til að leita hans. Lögregla telur nánast engar líkur á að mæðginin séu hér á landi. vísir/gva Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, í samstarfi við lögregluyfirvöld í Svíþjóð, hefur árangurslaust leitað að íslenskri konu um fertugt vegna gruns um að hún haldi sig í felum með son sinn í tilraun til að tálma barnsföður sínum umgengni við drenginn. Faðirinn, sem er sænskur, hefur hvorki heyrt né séð son sinn síðan í nóvember árið 2015. Drengurinn verður sex ára í mánuðinum. Stjúpmóðir drengsins, Erika Nilsson, er stödd hér á landi í tilraun sinni til að vekja athygli á málinu. „Fjórtánda nóvember 2015 fékk maðurinn minn, Peter Bengtsson, sms frá barnsmóður sinni um að hún ætlaði sér að taka þriggja vikna frí með strákinn. Það stóð til að hann færi til pabba síns daginn eftir svo maðurinn minn sagði að það gengi ekki upp. Hún svaraði því til að hans álit skipti hana engu máli. Síðan þá höfum við ekki séð drenginn,“ segir Erika. Að sögn Eriku var íbúð móðurinnar í Svíþjóð tæmd nokkrum dögum síðar. Hún hefur hvorki svarað síma né tölvupóstum og ekkert hefur spurst til hennar á Facebook. Faðirinn réð einkaspæjara fyrir 50 þúsund dollara á síðasta ári til að leita drengsins en án árangurs. Spæjarinn sagði að ef mæðginin dveldu hér á landi þá verðu þau tíma sínum innandyra. Drengurinn er með sjaldgæfan sjúkdóm sem felst í því að hann meltir fitu ekki eðlilega úr mat. Þess vegna þarf hann sérstakt mataræði en Erika segir að móðir hans hafi alltaf haldið því fram að drengnum stafaði hætta af því að vera í umsjá föðurins. Aðeins hún kunni að meðhöndla sjúkdóminn. Erika segir það rangt mat, bæði læknar og félagsmálayfirvöld í Svíþjóð hafi komist að því að faðirinn sé fullfær um alla umönnun drengsins og að í umsjón hans hafi drengurinn dafnað vel. Síðastliðið sumar, eftir að drengurinn hvarf, hlaut faðirinn svo fulla forsjá yfir drengnum samkvæmt dómsúrskurði. „Sænska lögreglan heldur að þau séu á Íslandi. Ástæðan er sú að fljótlega eftir að þau hurfu merkti Facebook hana í Kringlunni. Mikill meirihluti ættingja hennar er hér líka,“ segir Erika. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið með rannsókn málsins, síðan sænsk lögregluyfirvöld leituðu eftir samstarfi. Lögreglan telur nánast engar líkur á því að mæðginin dvelji hér á landi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, í samstarfi við lögregluyfirvöld í Svíþjóð, hefur árangurslaust leitað að íslenskri konu um fertugt vegna gruns um að hún haldi sig í felum með son sinn í tilraun til að tálma barnsföður sínum umgengni við drenginn. Faðirinn, sem er sænskur, hefur hvorki heyrt né séð son sinn síðan í nóvember árið 2015. Drengurinn verður sex ára í mánuðinum. Stjúpmóðir drengsins, Erika Nilsson, er stödd hér á landi í tilraun sinni til að vekja athygli á málinu. „Fjórtánda nóvember 2015 fékk maðurinn minn, Peter Bengtsson, sms frá barnsmóður sinni um að hún ætlaði sér að taka þriggja vikna frí með strákinn. Það stóð til að hann færi til pabba síns daginn eftir svo maðurinn minn sagði að það gengi ekki upp. Hún svaraði því til að hans álit skipti hana engu máli. Síðan þá höfum við ekki séð drenginn,“ segir Erika. Að sögn Eriku var íbúð móðurinnar í Svíþjóð tæmd nokkrum dögum síðar. Hún hefur hvorki svarað síma né tölvupóstum og ekkert hefur spurst til hennar á Facebook. Faðirinn réð einkaspæjara fyrir 50 þúsund dollara á síðasta ári til að leita drengsins en án árangurs. Spæjarinn sagði að ef mæðginin dveldu hér á landi þá verðu þau tíma sínum innandyra. Drengurinn er með sjaldgæfan sjúkdóm sem felst í því að hann meltir fitu ekki eðlilega úr mat. Þess vegna þarf hann sérstakt mataræði en Erika segir að móðir hans hafi alltaf haldið því fram að drengnum stafaði hætta af því að vera í umsjá föðurins. Aðeins hún kunni að meðhöndla sjúkdóminn. Erika segir það rangt mat, bæði læknar og félagsmálayfirvöld í Svíþjóð hafi komist að því að faðirinn sé fullfær um alla umönnun drengsins og að í umsjón hans hafi drengurinn dafnað vel. Síðastliðið sumar, eftir að drengurinn hvarf, hlaut faðirinn svo fulla forsjá yfir drengnum samkvæmt dómsúrskurði. „Sænska lögreglan heldur að þau séu á Íslandi. Ástæðan er sú að fljótlega eftir að þau hurfu merkti Facebook hana í Kringlunni. Mikill meirihluti ættingja hennar er hér líka,“ segir Erika. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið með rannsókn málsins, síðan sænsk lögregluyfirvöld leituðu eftir samstarfi. Lögreglan telur nánast engar líkur á því að mæðginin dvelji hér á landi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Sjá meira