Körfubolti

Söguleg frammistaða Westbrook dugði ekki til

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Westbrook átti geggjaðan leik en missti taktinn í fjórða leikhluta og hans lið tapaði.
Westbrook átti geggjaðan leik en missti taktinn í fjórða leikhluta og hans lið tapaði. vísir/getty
Houston Rockets, Golden State Warriors og Washington Wizards eru öll í góðum málum í sínum einvígjum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar.

Eftir leiki gærkvöldsins eru öll þessu lið komin í 2-0 í sínum einvígjum.

Russell Westbrook hjá Oklahoma varð í nótt fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA til þess að skora yfir 50 stig og ná þrefaldri tvennu í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Lið hans tapaði samt og er í erfiðum málum.

Westbrook skoraði 51 stig, tók 10 fráköst og gaf 13 stoðsendingar í fjögurra stiga tapi. Hann hitti illa í fjórða leikhluta. James Harden skoraði 35 stig fyrir Houston.

Golden State hvíldi Kevin Durant í nótt en það kom ekki að sök því liðið valtaði yfir Portland. Steph Curry var óvenju rólegur og skoraði aðeins 19 stig að þessu sinni.

Úrslit (staðan í einvígi):

Washington-Atlanta  109-101 (0-2)

Houston-Oklahoma  115-111 (2-0)

Golden State-Portland 110-81 (2-0)

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×