Körfubolti

Söguleg frammistaða Westbrook dugði ekki til

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Westbrook átti geggjaðan leik en missti taktinn í fjórða leikhluta og hans lið tapaði.
Westbrook átti geggjaðan leik en missti taktinn í fjórða leikhluta og hans lið tapaði. vísir/getty

Houston Rockets, Golden State Warriors og Washington Wizards eru öll í góðum málum í sínum einvígjum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar.

Eftir leiki gærkvöldsins eru öll þessu lið komin í 2-0 í sínum einvígjum.

Russell Westbrook hjá Oklahoma varð í nótt fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA til þess að skora yfir 50 stig og ná þrefaldri tvennu í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Lið hans tapaði samt og er í erfiðum málum.

Westbrook skoraði 51 stig, tók 10 fráköst og gaf 13 stoðsendingar í fjögurra stiga tapi. Hann hitti illa í fjórða leikhluta. James Harden skoraði 35 stig fyrir Houston.

Golden State hvíldi Kevin Durant í nótt en það kom ekki að sök því liðið valtaði yfir Portland. Steph Curry var óvenju rólegur og skoraði aðeins 19 stig að þessu sinni.

Úrslit (staðan í einvígi):

Washington-Atlanta  109-101 (0-2)
Houston-Oklahoma  115-111 (2-0)
Golden State-Portland 110-81 (2-0)

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira