Enski boltinn

Flestir frá Chelsea og Tottenham í liði ársins

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kante er að sjálfsögðu í liðinu en það var ekkert pláss fyrir Fellaini að þessu sinni.
Kante er að sjálfsögðu í liðinu en það var ekkert pláss fyrir Fellaini að þessu sinni. vísir/getty

Nú í morgun var greint frá því hvernig lið ársins í ensku úrvalsdeildinni sé skipað. Chelsea og Tottenham eiga meirihluta leikmanna í liðinu.

Bæði Lundúnaliðin eiga fjóra fulltrúa í liðinu. Þá er ekki pláss eftir fyrir marga í viðbót.

Þeir koma frá Man. Utd, Liverpool og Everton.

Það eru leikmenn sem velja í þetta lið og á sunnudag verður greint frá því hverjir valdir voru bestu leikmenn tímabilsins.

Lið ársins:

Markvörður:
David de Gea, Man. Utd

Varnarmenn:
Kyle Walker, Tottenham
Gary Cahill, Chelsea
David Luiz, Chelsea
Danny Rose, Tottenham

Miðjumenn:
Eden Hazard, Chelsea
Dele Alli, Tottenham
N'Golo Kante, Chelsea
Sadio Mane, Liverpool

Framherjar:
Harry Kane, Tottenham
Romelu Lukaku, Everton
Fleiri fréttir

Sjá meira