Enski boltinn

Flestir frá Chelsea og Tottenham í liði ársins

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kante er að sjálfsögðu í liðinu en það var ekkert pláss fyrir Fellaini að þessu sinni.
Kante er að sjálfsögðu í liðinu en það var ekkert pláss fyrir Fellaini að þessu sinni. vísir/getty

Nú í morgun var greint frá því hvernig lið ársins í ensku úrvalsdeildinni sé skipað. Chelsea og Tottenham eiga meirihluta leikmanna í liðinu.

Bæði Lundúnaliðin eiga fjóra fulltrúa í liðinu. Þá er ekki pláss eftir fyrir marga í viðbót.

Þeir koma frá Man. Utd, Liverpool og Everton.

Það eru leikmenn sem velja í þetta lið og á sunnudag verður greint frá því hverjir valdir voru bestu leikmenn tímabilsins.

Lið ársins:

Markvörður:
David de Gea, Man. Utd

Varnarmenn:
Kyle Walker, Tottenham
Gary Cahill, Chelsea
David Luiz, Chelsea
Danny Rose, Tottenham

Miðjumenn:
Eden Hazard, Chelsea
Dele Alli, Tottenham
N'Golo Kante, Chelsea
Sadio Mane, Liverpool

Framherjar:
Harry Kane, Tottenham
Romelu Lukaku, EvertonAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira