Handbolti

Skjern vann Íslendingaslaginn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron og félagar þurfa að gefa í.
Aron og félagar þurfa að gefa í. vísir/getty

Aalborg tapaði öðrum leiknum í röð í úrslitakeppninni um danska meistaratitilinn þegar liðið beið lægri hlut, 30-29, fyrir Skjern á útivelli í dag.

Aalborg er í 3. sæti síns riðils með fjögur stig. Strákarnir hans Arons Kristjánssonar þurfa því að spýta í lófana í síðustu þremur leikjum riðilsins til að komast í undanúrslitin.

Janus Daði Smárason var eini Íslendingurinn sem komst á blað í leiknum en hann gerði eitt mark fyrir Aalborg.

Stefáni Rafni Sigurmannssyni og Arnóri Atlasyni tókst ekki að skora fyrir Aalborg.

Tandri Már Konráðsson var heldur ekki á meðal markaskorara hjá Skjern sem er í 2. sæti riðilsins með fimm stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira