Sport

Góðvinur Bolt lést í mótorhjólaslysi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bolt og Mason á góðri stund á Oktoberfest í München.
Bolt og Mason á góðri stund á Oktoberfest í München. vísir/epa

Fljótasti maður allra tíma, Usain Bolt, var með fyrstu mönnum á slysstað er einn af hans bestu vinum lést í mótorhjólaslysi á Jamaíka í gær.

Sá hét Germaine Mason og var hástökkvari. Hann var aðeins 34 ára gamall. Hann er fæddur og uppalinn á Jamaíka en fékk sér síðan breskt ríkisfang og keppti fyrir Breta á ÓL. Hann fékk silfurverðlaun á ÓL í Peking árið 2008.

Það eru ýmsar óstaðfestar sögur í gangi varðandi slysið. Mason hefur verið sagður hafa verið á leið úr gleðskap heima hjá Bolt og einnig er sagt að hann hafi verið í hópi með Bolt og fleirum sem voru úti að hjóla.

Í það minnsta var Bolt mjög nærri og með fyrstu mönnum á slysstað.

„Bolt var í miklu uppnámi og er enn,“ sagði lögreglan við fjölmiðla.

Mason var ekki með hjálm er hann missti stjórn á mótorhjólinu. Hann hlaut alvarleg sár í fallinu og lést á slysstað.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira