Lífið

Ronda Rousey og Travis Browne eru trúlofuð

Samúel Karl Ólason skrifar
Ronda Rousey og Travis Browne.
Ronda Rousey og Travis Browne. Vísir/Getty

Bardagakonan Ronda Rousey og bardagamaðurinn Travis Browne hafa trúlofað sig. Ronda er fyrrverandi heimsmeistari í bantamvigt í UFC, en Browne berst einnig fyrir UFC og er í þungavigt. Þau hafa verið í sambandi frá árinu 2015 en trúlofuðu sig nýverið í fríi í Nýja-Sjálandi.

Í samtali við TMZ segja þau að Browne hafi beðið Rousey um að giftast sér þegar þau voru stödd á bakvið foss í Nýja-Sjálandi.

Ekki liggur fyrir hvenær brúðkaupið fer fram, en Ronda segist vonast til að það verði haldið fljótt.

Ronda Rousey varð hratt ein skærasta stjarna UFC og hafði hún verið ósigrandi í þrjú ár áður en hún missti beltið í hendur Holly Holm í nóvember 2015. Skömmu fyrir áramót tapaði hún svo aftur gegn Amöndu Nunes eftir einungis 48 sekúndur.

Þá sagðist Ronda, sem er 30 ára gömul, að hún ætlaði að hugsa sinn gang og íhuga næstu skref á ferlinum.


Tengdar fréttir

Hvað er Ronda að meina?

Ronda Rousey lætur ekki mikið fyrir sér fara á samfélagsmiðlum en þegar hún gerir það fer allt af stað.

Ronda gestaleikari í Blindspot

UFC-stjarnan Ronda Rousey verður mætt á Stöð 2 í maí þar sem hún verður í gestahlutverki í þættinum vinsæla, Blindspot.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira