Handbolti

Níu mörk Sigtryggs dugðu ekki til

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sigtryggur hefur verið afar öflugur að undanförnu.
Sigtryggur hefur verið afar öflugur að undanförnu. mynd/aue
Sigtryggur Rúnarsson átti enn einn stórleikinn þegar Aue tapaði 28-24 fyrir Neuhausen í þýsku B-deildinni í handbolta.

Sigtryggur skoraði níu mörk og gaf þrjár stoðsendingar. Akureyringurinn hefur því gert 31 mark í síðustu fimm leikjum Aue.

Árni Þór Sigtryggsson og Bjarki Már Gunnarsson skoruðu eitt mark hvor fyrir Aue sem er í 11. sæti deildarinnar.

Oddur Gretarsson skoraði sex mörk þegar Emsdetten vann átta marka sigur á Wilhelmshavener, 27-35. Emsdetten, sem hefur unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum, er í 9. sæti deildarinnar.

Fannar Þór Friðgeirsson skoraði sjö mörk úr jafn mörgum skotum þegar Hamm-Westfalen bar sigurorð af Eisenach, 30-24.

Fannar og félagar eru í sautjánda og fjórða neðsta sæti deildarinnar en Eisenach í því sjöunda. Ólafur Bjarki Ragnarsson lék ekki með Eisenach í kvöld.

Aron Rafn Eðvarðsson varði átta skot í marki Bietigheim sem gerði jafntefli, 31-31, við Rimpar Wölfe. Liðin eru í 2. og 3. sæti deildarinnar.

Ragnar Jóhannsson skoraði fjögur mörk þegar Hüttenberg tapaði óvænt fyrir Leutershausen, 25-17. Aðalsteinn Eyjólfsson er þjálfari Hüttenberg sem er í 4. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×