Fótbolti

Granada færist nær fallinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Granada bíður enn eftir fyrsta sigrinum undir stjórn Adams.
Granada bíður enn eftir fyrsta sigrinum undir stjórn Adams. vísir/getty
Staða Granada í spænsku úrvalsdeildinni verður erfiðari með hverri vikunni.

Í kvöld tapaði Granada 2-0 fyrir Sevilla á útivelli. Brasilíumaðurinn Ganso skoraði bæði mörk Sevilla sem er í 4. sæti deildarinnar.

Sverrir Ingi Ingason lék ekki með Granada í kvöld þar sem hann tók út leikbann.

Granada hefur nú tapað báðum leikjunum síðan Tony Adams tók við liðinu.

Granada er í nítjánda og næstneðsta sæti deildarinnar með 20 stig, sjö stigum frá öruggu sæti.


Tengdar fréttir

Hvað er Tony Adams að gera? | Myndband

Íslenski landsliðsmaðurinn Sverrir Ingi Ingason fékk nýjan stjóra í vikunni þegar Arsenal-goðsögnin Tony Adams tók við Granada.

Adams hrósaði Sverri

Sverrir Ingi Ingason fékk hrós frá Tony Adams, nýjum knattspyrnustjóra Granada, eftir 0-3 tap fyrir Celta Vigo í spænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×