Gillz kemur Dóra DNA til varnar: „Náðu 100 í bekk, rífðu svo kjaft!“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2017 13:15 Egill Einarsson, Halldór Halldórsson og Karl Th. Birgisson eru ekki á eitt sáttir. Vísir Líkamsræktarfrömuðurinn Egill Einarsson, sem einnig er þekktur undir nafninu Gillz, kemur grínistanum og leikhúsmanninum Halldóri Halldórssyni, eða Dóra DNA, til varnar á Twitter-síðu sinni í dag. Gillz tekur upp hanskann fyrir Dóra í kjölfar ummæla Karls Th. Birgissonar, ritstjóra Herðubreiðar, um útlit Halldórs eftir að sá síðarnefndi kom fram í þættinum Vikunni með Gísla Marteini sem sýndur var á RÚV á föstudagskvöld.Aumingi sem hefur aldrei stigið fæti inn á líkamsræktarstöð að drulla yfir fellow bodybuilder DNA-Man. Náðu 100 í bekk, rífðu svo kjaft! pic.twitter.com/ZW0zzox1D4— Egill Einarsson (@EgillGillz) April 23, 2017 Gillz er harðorður í garð Karls á Twitter og skrifar: „Aumingi sem hefur aldrei stigið fæti inn á líkamsræktarstöð að drulla yfir fellow bodybuilder DNA-Man. Náðu 100 í bekk, rífðu svo kjaft!“ en hann vísar þar til þess að Halldór hefur sjálfur verið duglegur í ræktinni upp á síðkastið. Karl Th. Birgisson, ritstjóri Herðubreiðar, lét ummælin, sem gagnrýnd eru, falla á Facebook síðu sinni. „Sá loksins Vikuna sem hann Gísli Marteinn stýrir. Fékk veruleg ónot þegar Dóri DNA birtist með fitukeppina sína. Er í alvörunni enginn sem getur kennt honum að klæða þetta af sér? Eða bara gera eitthvað í þessu? Þetta er hreint ekkert lekkert. Og að fólki sé boðið upp á þetta í sjónvarpinu,“ sagði Karl í stöðuuppfærslu. Færslan vakti mikla athygli og nokkuð hörð viðbrögð meðal vina hans á samfélagsmiðlinum en hann þykir þarna hafa sýnt af sér fitufordóma, sem hafa verið töluvert áberandi í umræðunni síðustu misserin.Um var að ræða misheppnaðan brandara Í athugasemd við færsluna sagði Karl að um hefði verið að ræða misheppnaðan brandara og baðst afsökunar á honum. Hann sagðist hafa „tekið að sér að vera innhringjandinn og fara með klisjurnar, og þykir leitt hversu vel það tókst.“ Hann sagði enn fremur upphafspunktinn hafa átt að vera þann að „við tölum of oft um klæðaburð og líkamsvöxt kvenna, fremur en hvað þær hafa að segja. Ég yfirfærði hann á Dóra, sem mér þykir raunar nokkuð til um.“ Karl segir þetta að lokum hafa verið vondan brandara sem misheppnaðist. „Þetta lét mér líða mjög illa“ Sjálfur lét Dóri DNA heyra í sér um málið en í svari hans til Gillz á Twitter, sem er þó nokkuð grínskotið, sagði hann að ummælin hefðu komið illa við sig. „Þetta lét mér líða mjög illa. Ég er að hugsa um að nefbrjóta hann. En takk Egill,“ sagði Dóri.@EgillGillz Þetta lét mér líða mjôg illa. Ég er að hugsa um að nefbrjóta hann. En takk Egill.— Halldór Halldórsson (@DNADORI) April 23, 2017 Elva Björk Ágústsdóttir, varaformaður Samtaka um líkamsvirðingu, sagði í viðtali við Vísi lok mars að hún greindi jákvæða þróun í umræðu um líkamsvirðingu og að fólk væri orðið meðvitaðra um fitufordóma. „Í dag sjáum við fólk bregðast við og svara þegar neikvæð umræða fer af stað um útlit og líkama fólks. Við sjáum líka að fólk bregst við þegar umræða í samfélaginu er stútfull af útlitsdýrkun og fordómum. En því miður eigum við enn þá langt í land,“ sagði hún um mál leikkonunnar Ágústu Evu og Manuelu Óskar Harðardóttur sem vakti mikla athygli fyrir skömmu, en sú fyrrnefnda skrifaði athugasemd við mynd þeirrar síðarnefndu á Instagram sem þótti í anda útlitsfordóma.Fréttin hefur verið uppfærð. Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Clooney orðinn franskur Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Sjá meira
Líkamsræktarfrömuðurinn Egill Einarsson, sem einnig er þekktur undir nafninu Gillz, kemur grínistanum og leikhúsmanninum Halldóri Halldórssyni, eða Dóra DNA, til varnar á Twitter-síðu sinni í dag. Gillz tekur upp hanskann fyrir Dóra í kjölfar ummæla Karls Th. Birgissonar, ritstjóra Herðubreiðar, um útlit Halldórs eftir að sá síðarnefndi kom fram í þættinum Vikunni með Gísla Marteini sem sýndur var á RÚV á föstudagskvöld.Aumingi sem hefur aldrei stigið fæti inn á líkamsræktarstöð að drulla yfir fellow bodybuilder DNA-Man. Náðu 100 í bekk, rífðu svo kjaft! pic.twitter.com/ZW0zzox1D4— Egill Einarsson (@EgillGillz) April 23, 2017 Gillz er harðorður í garð Karls á Twitter og skrifar: „Aumingi sem hefur aldrei stigið fæti inn á líkamsræktarstöð að drulla yfir fellow bodybuilder DNA-Man. Náðu 100 í bekk, rífðu svo kjaft!“ en hann vísar þar til þess að Halldór hefur sjálfur verið duglegur í ræktinni upp á síðkastið. Karl Th. Birgisson, ritstjóri Herðubreiðar, lét ummælin, sem gagnrýnd eru, falla á Facebook síðu sinni. „Sá loksins Vikuna sem hann Gísli Marteinn stýrir. Fékk veruleg ónot þegar Dóri DNA birtist með fitukeppina sína. Er í alvörunni enginn sem getur kennt honum að klæða þetta af sér? Eða bara gera eitthvað í þessu? Þetta er hreint ekkert lekkert. Og að fólki sé boðið upp á þetta í sjónvarpinu,“ sagði Karl í stöðuuppfærslu. Færslan vakti mikla athygli og nokkuð hörð viðbrögð meðal vina hans á samfélagsmiðlinum en hann þykir þarna hafa sýnt af sér fitufordóma, sem hafa verið töluvert áberandi í umræðunni síðustu misserin.Um var að ræða misheppnaðan brandara Í athugasemd við færsluna sagði Karl að um hefði verið að ræða misheppnaðan brandara og baðst afsökunar á honum. Hann sagðist hafa „tekið að sér að vera innhringjandinn og fara með klisjurnar, og þykir leitt hversu vel það tókst.“ Hann sagði enn fremur upphafspunktinn hafa átt að vera þann að „við tölum of oft um klæðaburð og líkamsvöxt kvenna, fremur en hvað þær hafa að segja. Ég yfirfærði hann á Dóra, sem mér þykir raunar nokkuð til um.“ Karl segir þetta að lokum hafa verið vondan brandara sem misheppnaðist. „Þetta lét mér líða mjög illa“ Sjálfur lét Dóri DNA heyra í sér um málið en í svari hans til Gillz á Twitter, sem er þó nokkuð grínskotið, sagði hann að ummælin hefðu komið illa við sig. „Þetta lét mér líða mjög illa. Ég er að hugsa um að nefbrjóta hann. En takk Egill,“ sagði Dóri.@EgillGillz Þetta lét mér líða mjôg illa. Ég er að hugsa um að nefbrjóta hann. En takk Egill.— Halldór Halldórsson (@DNADORI) April 23, 2017 Elva Björk Ágústsdóttir, varaformaður Samtaka um líkamsvirðingu, sagði í viðtali við Vísi lok mars að hún greindi jákvæða þróun í umræðu um líkamsvirðingu og að fólk væri orðið meðvitaðra um fitufordóma. „Í dag sjáum við fólk bregðast við og svara þegar neikvæð umræða fer af stað um útlit og líkama fólks. Við sjáum líka að fólk bregst við þegar umræða í samfélaginu er stútfull af útlitsdýrkun og fordómum. En því miður eigum við enn þá langt í land,“ sagði hún um mál leikkonunnar Ágústu Evu og Manuelu Óskar Harðardóttur sem vakti mikla athygli fyrir skömmu, en sú fyrrnefnda skrifaði athugasemd við mynd þeirrar síðarnefndu á Instagram sem þótti í anda útlitsfordóma.Fréttin hefur verið uppfærð.
Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Clooney orðinn franskur Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein