Erlent

Þrjú börn létust í bruna

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Húsið, sem var tveggja hæða íbúðarhús, er gjörónýtt eftir brunann.
Húsið, sem var tveggja hæða íbúðarhús, er gjörónýtt eftir brunann. FDNY
Í það minnsta fimm manns - þar af 3 börn - eru látin eftir bruna í Queenshverfi New York-borgar í dag.

Slökkviliði borgarinnar barst tilkynning um eldinn klukkan 14:10 að staðartími en þá skíðlogaði tveggja hæða timburhúsið sem stendur á 208 stræti í Queens Village.

Þaðan barst eldurinn í nærliggjandi hús en um íbúðarhverfi er að ræða. Talið er að í það minnsta eitt barnanna sem lést í brunanum hafi festst uppi á háalofti hússins.

Þetta er annar stórbruninn í hverfinu á skömmum tíma. Greint var frá því að slökkviliðsmaður hafi fallið til bana er hann reyndi að slökkva eld í fimm hæða húsi í Queens á fimmtudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×