Handbolti

Zorman hættur í landsliðinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Zorman í leik með landsliðinu.
Zorman í leik með landsliðinu. vísir/getty
Einn besti handknattleiksmaður Slóvena, Uros Zorman, er sem fyrr ekki í plönum landsliðsþjálfarans, Veselin Vujovic, og er því hættur.

Er Vujovic tók við valdi hann Zorman aðeins sem varamann utan hóps ef eitthvað kæmi upp á. Hann tók því ágætlega.

Vujovic hefur síðan haldið áfram að velja Zorman aðeins sem varamann og hann nennir svoleiðis bulli ekki lengur.

„Ég er hvorki reiður né sár en það er búið að taka ákvörðun um mína framtíð með landsliðinu,“ sagði Zorman.

„Ef ég er ekki nógu góður til þess að vera í liðinu þá er tilgangslaust að ég sé einhver varaskeifa sem bíður á hliðarlínunni. Ég er því hættur.“

Zorman er orðinn 37 ára gamall. Hann hefur átt frábæran feril þar sem hann spilaði meðal annars með Ciudad Real og Kielce.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×