Hræðist forsætisráðherra „ægivald vísindalegrar kennisetningar?“ Kristján Leósson skrifar 24. apríl 2017 12:58 Síðastliðinn laugardag fjölmenntu vísindamenn og áhugafólk um vísindi í göngur til stuðnings vísindunum í hundruðum borga um allan heim. Tilgangurinn var að vekja athygli á mikilvægi vísinda og ákvarðanatöku sem byggir á sannreyndum upplýsingum sem grunnstoð í nútímasamfélagi, grunnstoð mannlegs frelsis, öryggis og velsældar. Síðustu misserin hafa vísindamenn, menntastofnanir og rannsóknastofnanir sums staðar átt undir högg að sækja, m.a. í Bandaríkjunum, Tyrklandi og Ungverjalandi en Vísindagangan átti þó ekki síður erindi við stjórnvöld hér á landi sem virðast hafa einsett sér að draga markvisst úr háskólamenntun og almennt minnka vægi vísinda í samfélaginu. Þegar niðurstöður vísindarannsókna hugnast mönnum ekki er oft reynt að gera vísindamenn hjákátlega og ýja að því að niðurstöður þeirra séu marklausar. Fyrsti flutningsmaður áfengisfrumvarpsins svokallaða, Teitur B. Einarsson, ræddi á Alþingi í febrúar sl. niðurstöður lýðheilsurannsókna sem vörðuðu líkleg áhrif frumvarpsins. Samkvæmt þingmanninum er „...oft varasamt að fella alla mannlega hegðun undir einfalda tölfræðilega samantekt og draga víðtækar ályktanir út frá einfaldri samlagningu og deilingu.“ Þingmaðurinn útskýrði mál sitt frekar og sagði „Tökum sem dæmi eftirfarandi fullyrðingu, svona til að létta aðeins lundina: Að meðaltali hefur homo sapiens eitt eista. [...] Það er auðvitað rétt tölfræði ef bæði kynin eru sett í mengið og stuðst við einfalda deilingu en það hefur augljóslega enga þýðingu og er fullkomlega marklaust.“ Þrátt fyrir léttlundarfyrirvarann er tilgangur athugasemda sem þessara augljós. Það er vissulega dapurleg staðreynd fyrir vísindamenn landsins og almenning allan að þjóðkjörnir fulltrúar á Alþingi telji sig geta notað fimmaurabrandara til að ýta út af borðinu umfangsmiklum rannsóknum sem varða lýðheilsu þjóðarinnar til framtíðar. Í andsvörum bætir ofannefndur þingmaður í og segist m.a. sjálfur hafa lesið eina rannsókn sem honum fannst óáreiðanleg og að það eigi við „...í þessu máli eins og öðru, að forðast ægivald vísindalegrar kennisetningar.“ „Reynslan er vísindum fremri“ hljóðaði málsháttur sem leyndist í páskaeggi greinarhöfundar um nýliðna páska, sem e.t.v. endurspeglar hversu traust á vísindum ristir stundum grunnt í þjóðarvitundinni. Vissulega er eðlilegt og mikilvægt að treysta á þekkingu og innsæi sem byggð eru upp af eigin reynslu. En jafn mikilvægt er að gera sér grein fyrir að persónulegri reynslu eru takmörk sett. Samkvæmt persónulegri reynslu væri eðlilegt að draga þá ályktun að jörðin væri flöt og að sól og stjörnur snerust í kringum hana, jafnvel einnig að draga þá ályktun að „lengi taki sjórinn við“ eins og segir í öðrum málshætti. Annað hefur komið á daginn. Nefna má í þessu samhengi að lög um „vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins“ voru sett árið 1948 og á þeim grunni hafa Íslendingar byggt upp sjálfbæra nýtingu fiskistofna og arðbærasta sjávarútveg í heimi. Á sama tíma hafa margir stofnar annars staðar á hnettinum hrunið vegna ofveiði. Það er full ástæða til að hrósa íslenskum stjórnmálamönnum fyrir að forðast ekki „ægivald vísindalegrar kennisetningar“ í því tilfelli. Árið 2002 mælti þáverandi forsætisráðherra, Davíð Oddson, fyrir frumvarpi til laga um Vísinda- og tækniráð. Í rökstuðningi hans kemur fram að við endurskoðun á tilhögun stuðnings við vísindarannsóknir hafi byggt á reynslu annarra þjóða og verið unnin í samráði við þá sem best þekktu til þeirra breytinga sem orðið höfðu á rannsóknaumhverfinu árin á undan. Talið var nauðsynlegt að málefni Vísinda- og tækniráðs yrðu sett undir forsætisráðuneytið svo gæta mætti að nauðsynlegri samhæfingu milli fagráðuneyta, enda snerti málaflokkurinn mörg þeirra. „Jafnframt er mikilvægt að stefna í vísindum, rannsóknum og þróun setji ótvíræðan svip á almenna stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahags- og atvinnumálum, enda getur verið erfitt fyrir Ísland að halda stöðu sinni í fremstu röð þjóða, nema málaflokkurinn fái þann sess sem honum ber í stefnumótun stjórnvalda hverju sinni“ sagði Davíð einnig í framsöguræðu sinni. Það kom því talsvert á óvart þegar málefni Vísinda- og tækniráðs voru, með forsetaúrskurði frá 11. janúar síðastliðnum samkvæmt tillögu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, færð frá honum sjálfum til Mennta- og menningarmálaráðuneytis. Þeirri veigamiklu breytingu fylgdi enginn rökstuðningur né var hún kynnt vísindasamfélaginu eða borin undir það. Nú í kjölfar Vísindagöngunnar er því e.t.v. við hæfi að forsætisráðherra skýri fyrir áhugasömum hvort hann telji málefni vísinda skyndilega ekki þess eðlis að þau kalli á miðlæga samhæfingu, hvort málaflokkurinn þurfi ekki lengur þann sess í stefnumótun stjórnvalda sem ofangreindur forveri hans lagði áherslu á, eða hvort löggjafar- og framkvæmdavaldið eigi hreinlega að forðast „ægivald vísindalegrar kennisetningar“ eins og samflokksmaður hans leggur áherslu á. Vísindin eru að sjálfsögðu ekki fullkomin, frekar en nokkurt annað mannlegt kerfi. Vísindi eru heldur ekki trúarbrögð. Traust vísindi eru byggð upp af stöðugri sjálfsgagnrýni og eru í stöðugri þróun. Ef stjórnmálamenn, sérhagsmunaaðilar eða aðrir telja sig þar hafa fundið réttlætingu fyrir því að kasta megi vísindunum til hliðar eða leitast við að gera þau léttvæg þá eru þeir komnir á hættulega braut. Margir telja e.t.v. háskólamenntun og vísindi fyrst og fremst vera „fjárfestingu til framtíðar“, nokkurs konar lottómiða sem við getum valið að kaupa eða kaupa ekki. Vissulega er menntun fjárfesting til framtíðar en hér er svo miklu meira í húfi. Vísindin eru grundvöllur upplýstrar ákvarðanatöku. Vísindin eru liður í almannavörnum, með vöktun á mengun og náttúruvá. Vísindin tryggja að við göngum ekki um of á takmarkaðar náttúruauðlindir okkar en opna á sama tíma ný tækifæri til frekari verðmætasköpunar í atvinnugreinum sem byggja á slíkum auðlindum. Staða vísinda og tækni er lykilþáttur í alþjóðlegri samkeppnishæfni landsins. Vísindarannsóknir eru atvinnugrein sem dregur milljarða inn í þjóðarbúið ár hvert. Vísindin leitast við að skýra ástand heimsins og stöðu okkar í honum. Vísindin varðveita menningu og tungumál. Vísindin lækna fólk. Upplýst nútímasamfélag þar sem vísindi eru ekki miðlæg er óhugsandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Sjá meira
Síðastliðinn laugardag fjölmenntu vísindamenn og áhugafólk um vísindi í göngur til stuðnings vísindunum í hundruðum borga um allan heim. Tilgangurinn var að vekja athygli á mikilvægi vísinda og ákvarðanatöku sem byggir á sannreyndum upplýsingum sem grunnstoð í nútímasamfélagi, grunnstoð mannlegs frelsis, öryggis og velsældar. Síðustu misserin hafa vísindamenn, menntastofnanir og rannsóknastofnanir sums staðar átt undir högg að sækja, m.a. í Bandaríkjunum, Tyrklandi og Ungverjalandi en Vísindagangan átti þó ekki síður erindi við stjórnvöld hér á landi sem virðast hafa einsett sér að draga markvisst úr háskólamenntun og almennt minnka vægi vísinda í samfélaginu. Þegar niðurstöður vísindarannsókna hugnast mönnum ekki er oft reynt að gera vísindamenn hjákátlega og ýja að því að niðurstöður þeirra séu marklausar. Fyrsti flutningsmaður áfengisfrumvarpsins svokallaða, Teitur B. Einarsson, ræddi á Alþingi í febrúar sl. niðurstöður lýðheilsurannsókna sem vörðuðu líkleg áhrif frumvarpsins. Samkvæmt þingmanninum er „...oft varasamt að fella alla mannlega hegðun undir einfalda tölfræðilega samantekt og draga víðtækar ályktanir út frá einfaldri samlagningu og deilingu.“ Þingmaðurinn útskýrði mál sitt frekar og sagði „Tökum sem dæmi eftirfarandi fullyrðingu, svona til að létta aðeins lundina: Að meðaltali hefur homo sapiens eitt eista. [...] Það er auðvitað rétt tölfræði ef bæði kynin eru sett í mengið og stuðst við einfalda deilingu en það hefur augljóslega enga þýðingu og er fullkomlega marklaust.“ Þrátt fyrir léttlundarfyrirvarann er tilgangur athugasemda sem þessara augljós. Það er vissulega dapurleg staðreynd fyrir vísindamenn landsins og almenning allan að þjóðkjörnir fulltrúar á Alþingi telji sig geta notað fimmaurabrandara til að ýta út af borðinu umfangsmiklum rannsóknum sem varða lýðheilsu þjóðarinnar til framtíðar. Í andsvörum bætir ofannefndur þingmaður í og segist m.a. sjálfur hafa lesið eina rannsókn sem honum fannst óáreiðanleg og að það eigi við „...í þessu máli eins og öðru, að forðast ægivald vísindalegrar kennisetningar.“ „Reynslan er vísindum fremri“ hljóðaði málsháttur sem leyndist í páskaeggi greinarhöfundar um nýliðna páska, sem e.t.v. endurspeglar hversu traust á vísindum ristir stundum grunnt í þjóðarvitundinni. Vissulega er eðlilegt og mikilvægt að treysta á þekkingu og innsæi sem byggð eru upp af eigin reynslu. En jafn mikilvægt er að gera sér grein fyrir að persónulegri reynslu eru takmörk sett. Samkvæmt persónulegri reynslu væri eðlilegt að draga þá ályktun að jörðin væri flöt og að sól og stjörnur snerust í kringum hana, jafnvel einnig að draga þá ályktun að „lengi taki sjórinn við“ eins og segir í öðrum málshætti. Annað hefur komið á daginn. Nefna má í þessu samhengi að lög um „vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins“ voru sett árið 1948 og á þeim grunni hafa Íslendingar byggt upp sjálfbæra nýtingu fiskistofna og arðbærasta sjávarútveg í heimi. Á sama tíma hafa margir stofnar annars staðar á hnettinum hrunið vegna ofveiði. Það er full ástæða til að hrósa íslenskum stjórnmálamönnum fyrir að forðast ekki „ægivald vísindalegrar kennisetningar“ í því tilfelli. Árið 2002 mælti þáverandi forsætisráðherra, Davíð Oddson, fyrir frumvarpi til laga um Vísinda- og tækniráð. Í rökstuðningi hans kemur fram að við endurskoðun á tilhögun stuðnings við vísindarannsóknir hafi byggt á reynslu annarra þjóða og verið unnin í samráði við þá sem best þekktu til þeirra breytinga sem orðið höfðu á rannsóknaumhverfinu árin á undan. Talið var nauðsynlegt að málefni Vísinda- og tækniráðs yrðu sett undir forsætisráðuneytið svo gæta mætti að nauðsynlegri samhæfingu milli fagráðuneyta, enda snerti málaflokkurinn mörg þeirra. „Jafnframt er mikilvægt að stefna í vísindum, rannsóknum og þróun setji ótvíræðan svip á almenna stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahags- og atvinnumálum, enda getur verið erfitt fyrir Ísland að halda stöðu sinni í fremstu röð þjóða, nema málaflokkurinn fái þann sess sem honum ber í stefnumótun stjórnvalda hverju sinni“ sagði Davíð einnig í framsöguræðu sinni. Það kom því talsvert á óvart þegar málefni Vísinda- og tækniráðs voru, með forsetaúrskurði frá 11. janúar síðastliðnum samkvæmt tillögu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, færð frá honum sjálfum til Mennta- og menningarmálaráðuneytis. Þeirri veigamiklu breytingu fylgdi enginn rökstuðningur né var hún kynnt vísindasamfélaginu eða borin undir það. Nú í kjölfar Vísindagöngunnar er því e.t.v. við hæfi að forsætisráðherra skýri fyrir áhugasömum hvort hann telji málefni vísinda skyndilega ekki þess eðlis að þau kalli á miðlæga samhæfingu, hvort málaflokkurinn þurfi ekki lengur þann sess í stefnumótun stjórnvalda sem ofangreindur forveri hans lagði áherslu á, eða hvort löggjafar- og framkvæmdavaldið eigi hreinlega að forðast „ægivald vísindalegrar kennisetningar“ eins og samflokksmaður hans leggur áherslu á. Vísindin eru að sjálfsögðu ekki fullkomin, frekar en nokkurt annað mannlegt kerfi. Vísindi eru heldur ekki trúarbrögð. Traust vísindi eru byggð upp af stöðugri sjálfsgagnrýni og eru í stöðugri þróun. Ef stjórnmálamenn, sérhagsmunaaðilar eða aðrir telja sig þar hafa fundið réttlætingu fyrir því að kasta megi vísindunum til hliðar eða leitast við að gera þau léttvæg þá eru þeir komnir á hættulega braut. Margir telja e.t.v. háskólamenntun og vísindi fyrst og fremst vera „fjárfestingu til framtíðar“, nokkurs konar lottómiða sem við getum valið að kaupa eða kaupa ekki. Vissulega er menntun fjárfesting til framtíðar en hér er svo miklu meira í húfi. Vísindin eru grundvöllur upplýstrar ákvarðanatöku. Vísindin eru liður í almannavörnum, með vöktun á mengun og náttúruvá. Vísindin tryggja að við göngum ekki um of á takmarkaðar náttúruauðlindir okkar en opna á sama tíma ný tækifæri til frekari verðmætasköpunar í atvinnugreinum sem byggja á slíkum auðlindum. Staða vísinda og tækni er lykilþáttur í alþjóðlegri samkeppnishæfni landsins. Vísindarannsóknir eru atvinnugrein sem dregur milljarða inn í þjóðarbúið ár hvert. Vísindin leitast við að skýra ástand heimsins og stöðu okkar í honum. Vísindin varðveita menningu og tungumál. Vísindin lækna fólk. Upplýst nútímasamfélag þar sem vísindi eru ekki miðlæg er óhugsandi.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun