Enski boltinn

Conte: Chelsea sýnir að það er ekki hægt að kaupa árangur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Conte og félagar eru á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og komnir í bikarúrslit.
Conte og félagar eru á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og komnir í bikarúrslit. vísir/getty
Antonio Conte segir að gott gengi Chelsea á þessu tímabili sýni að það sé ekki hægt að kaupa sér árangur, og vísaði þar til Manchester-liðanna City og United.

Chelsea keypti fjóra leikmenn fyrir samtals 123,45 milljónir punda í sumar. Bæði Manchester-liðin eyddu meira í leikmannakaup en hefur ekki gengið jafn vel og Chelsea í vetur.

„Þetta tímabil sýnir að það eru ekki alltaf þeir sem eyða mestum pening sem vinna. Annars væru lið eins og Chelsea, Tottenham, Arsenal og Liverpool ekki á toppi deildarinnar,“ sagði Conte.

„Það er mikilvægt að finna rétta jafnvægið. Ef þú þarft að eyða peningnum notaðu þá í að kaupa leikmenn sem henta leikstíl liðsins.“

Conte á von á því að Manchester-liðin verði jafnvel enn stórtækari á félagaskiptamarkaðinum í sumar.

„Já, eins og alltaf. Þú hefur séð hvað þau hafa gert. Á hverju tímabili eyða þau háum fjárhæðum,“ sagði Conte.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×