Enski boltinn

Sjáðu markasúpuna sem færði Chelsea nær meistaratitlinum | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Chelsea tók stórt skref í átt að enska meistaratitlinum í gærkvöldi þegar liðið vann Southampton, 4-2, á heimavelli.

Eden Hazard skoraði fyrsta markið á fimmtu mínútu. Markið var hans fjórtánda í deildinni en hann hefur aldrei áður skorað svona mörg mörk á einni leiktíð í ensku úrvalsdeildinni.

Oriel Romeu jafnaði metin í 1-1 áður en Gary Cahill kom Chelsea aftur yfir fyrir lok fyrri hálfleiks.

Það var svo Diego Costa sem skoraði tvívegis í seinni hálfleik og kom Chelsea í 4-1 en Ryan Bertrand, sem varð Evrópumeistari með Chelsea fyrir fimm árum, minnkaði muninn í 4-2 en þar við sat.

Chelsea er á toppnum í deildinni með 78 stig, sjö stigum meira en Tottenham sem á leik við Crystal Palace á útivelli í kvöld. Palace verið að fella risa að undanförnu.

Í spilaranum hér að ofan má sjá mörkin úr leik gærkvöldsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×