Erlent

Macron staðfestir að tölvuþrjótar hafi ráðist á skrifstofur hans

Atli Ísleifsson skrifar
Emmanuel Macron.
Emmanuel Macron. Vísir/AFP
Kosningateymi franski forsetaframbjóðandans Emmanuel Macron hefur staðfest að fimm tölvuárásir hafi verið gerðar á skrifstofur framboðsins síðan í janúar. Tölvuþrjótum hafi þó ekki tekist að komast yfir eða hafa áhrif á gögn.

Reuters greinir frá þessu. „Emmanuel Macron er eini frambjóðandinn í frönsku forsetakosningunum sem var ráðist á,“ segir í yfirlýsingu frá En Marche, stjórnmálahreyfingar Macron.

„Það kemur ekkert á óvart ef Emmanuel Macron, síðasti framsækni frambjóðandinn í kosningunum, sé helsta skotmarkið,“ segir í yfirlýsingunni.

Teymi Macron segir að rannsókn öryggisfyrirtækisins Trend Micro hafi leitt í ljós að njósnasamtök sem ganga undir nafni „Pawn Storm“ hafi ráðist á skrifstofur Macron.

Macron og Marine Le Pen, frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar, munu mætast í síðari umferð frönsku forsetakosninganna þann 7. maí.


Tengdar fréttir

Tölvuþrjótar herja á Macron

Tölvuþrjótar reyna nú að koma fæti fyrir Emmanuel Macron og framboð hans til forseta Frakklands, samkvæmt öryggissérfræðingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×